Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.01.2021, Page 8

Skinfaxi - 01.01.2021, Page 8
8 S K I N FA X I Ungmennaráð UMFÍ stóð fyrir rafræna viðburðinum Samtal ung- mennaráða í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga fimmtudaginn 8. apríl sl. Embla Hlíf Hallsdóttir, sem situr í ráði UMFÍ, segir þetta hafa verið magnaðan viðburð. Markmiðið hafi verið að búa til vettvang fyrir fulltrúa ungmennaráða um allt land þar sem þeir gætu hist, deilt reynslu sinni og hugmyndum og rætt saman um starfið með óformleg- um hætti. Embla Líf átti hugmyndina að samtalinu, var drifkraftur þess og stýrði viðburðinum fyrir hönd Ungmennaráðs UMFÍ. Á viðburðinn komu 30 þátttak- endur frá 19 ungmennaráðum um allt land. Þar á meðal voru ungmennaráð annarra frjálsra félagasamtaka og ungmennaráð sveitarfélaga. Á meðal þátttakenda voru tveir fulltrúar frá nýskipuðu ungmennaráði Norðurþings og var fundur þeirra með ungmennaráðunum fyrsta verk þeirra. Embla segir þátttakendur hafa verið mjög ánægða með að ræða málin og finna að þau standa ekki ein í sveitarfélagi sínu. „Þarna sáum við að staða ungmennaráða er mjög misjöfn. Engu máli skiptir hvar þau eru stödd á landinu. Á sumum stöðum virðist sem þau séu höfð til punts. Annars staðar eru fulltrúar ungmennaráða kallaðir á fundi sveitarstjórna með markvissum hætti þegar fjallað er um málefni ungs fólks í sveitarfélagi viðkomandi,“ segir hún og bætir við að best- ur árangur hafi náðst þar sem staða ungmennaráða er föst í sessi, þeim er gert hátt undir höfði og ráðin virkjuð í starfi sveitarfélaganna. Embla Líf: Magnað að tala við fólk í öðrum ungmennaráðum Gott fordæmi á Akureyri Sem dæmi um öflugt starf er Ungmennaráð Akureyrar, sem hlaut viður- kenningu Barnvænna samfélaga um mitt síðasta ár. Ungmennaráðið er afar öflugt í sveitarfélaginu. Það fundar einu sinni í viku og fá með- limir þess greitt fyrir störf sín eða 12 fundi sem er svipað og aðrir bæjarfulltrúar fá. Þetta er sjaldséð enda oft þannig að fulltrúar ung- mennaráða í sveitarstjórnum eða ráðgjafahlutverkum bæjarfélaga eru gjarnan þeir einu sem fá ekki fá greitt fyrir nefndarstörf sín. Nefna má sem dæmi, að til við- bótar fá fulltrúar ungmennaráðs Samfés greitt fyrir setu sína á stjórnarfundum, sitji þeir þá. Starfsemi og virkni ungmennaráðsins á Akureyri jókst verulega eftir að Akureyrarbær fór að taka þátt í verkefninu Barnvænt samfélag og hóf með markvissum hætti að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna í stjórnsýslu og starfsemi bæjarins, með hagsmuni allra barna og ungmenna þar að leiðarljósi. Akureyrarbær var fyrstur sveitarfélaga til að hljóta viðurkenningu Barn- vænna sveitarfélaga fyrir árangurinn og afhentu Ásmundur Einar Daða- son, félags- og barnamálaráðherra, og Birna Þórarinsdóttir, fram- kvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, bæjarstjóranum á Akureyri og full- trúunum í ungmennaráði Akureyrar viðurkenningu vegna þessa. „Þau sögðu okkur þar að allt hefði breyst og nú gerist ekkert tengt ungu fólki á Akureyri nema að ungmennaráðið hafi komið að málinu. Þetta hefur greinilega mjög jákvæð áhrif í því að gera sveitarfélögin barnvæn,“ segir Embla Líf í Ungmennaráði UMFÍ. „Þetta var svo magnað, að ég gat ekki hætt að brosa. Það var svo magnað að heyra fulltrúa ungmenna- ráða opna sig.“ „Staða ungmennaráða á Íslandi er misjöfn og ljóst að árangur þeirra er mun meiri þar sem ungmennaráðum er gert hátt undir höfði,“ segir Embla Líf í ungmennaráði UMFÍ.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.