Skinfaxi - 01.01.2021, Qupperneq 16
16 S K I N FA X I
E
itt af stærstu verkefnum UMFÍ er starfsemi Ungmennabúða
UMFÍ á Laugarvatni. Búðirnar eru fyrir nemendur í 9. bekk
grunnskóla sem dvelja þar við alls konar leiki og óformlegt
nám frá mánudegi til föstudags.
Í Ungmennabúðirnar koma um 2.000 nemendur á hverju skólaári.
Markmiðið með dvölinni er að styrkja félagsfærni ungmenna og efla
vitund þeirra fyrir umhverfi sínu og samfélagi en einnig að kynnast
mikilvægi þess að hafa heilbrigðan lífsstíl að leiðarljósi.
Líf og fjör í
Ungmennabúðum UMFÍ
Utan skólatíma, þegar engir nemendur eru í ungmennabúðunum,
hafa hópar tekið húsnæðið á leigu. Möguleikarnir eru miklir til funda-
halda, útiveru og ýmiss konar viðburða. Íþróttasamband fatlaðra
hefur verið með búðirnar á leigu um árabil og boðið þar upp á sumar-
búðir. Þar fyrir utan hafa íþróttafélög leigt aðstöðuna fyrir ýmsa við-
burði, sumarnámskeið og hópefli. Sumarið 2021 mun til dæmis fyrir-
tækið KVAN bjóða upp á sumarbúðir í húsi Ungmennabúðanna á
Laugarvatni.
Í lok hverrar dvalar svara bæði nemendur og
kennarar því hvað þeim fannst um dvölina í
ungmennabúðunum.
Starfsfólk
hér er frábært!
Frábær
námskeið sem
leyfa öllum að
njóta sín.
Hópeflið, það var
fallegt. Frábær andi
og góð stemning.
Sundlaugarpartýið,
Laugaleikarnir, litlir sigrar
hjá nemendum.
Hvað farið þið með heim?
Þetta segja kennarar:
Sterkari tengsl
við nemendur og
nýjar hugmyndir.
Við lærðum að það
er hægt að setja mörk,
standa við orð sín og láta
börn taka afleiðingum.
Förum heim reynslunni
ríkari, kynntumst krökkunum
á nýjan og skemmtilegan hátt.
Betri tengsl við kollega. Og
við munum nýta leiki
meira í kennslu.