Skinfaxi - 01.01.2021, Qupperneq 20
20 S K I N FA X I
S tefnumótun mun setja mark sitt á innra starf UMFÍ fram að sambandsþingi í október
nk. Hrönn Pétursdóttir, ráðgjafi í stefnumótun, stýrir stefnumótun UMFÍ. Öllum í ung-
mennafélagshreyfingunni er boðið að taka virkan þátt í vinnunni, allt frá grasrótinni,
sjálfboðaliðum, starfsfólki aðildarfélaga, meðlimum ungmennaráða, framkvæmdastjórum,
stjórnarfólki í hreyfingunni og starfsfólki UMFÍ ásamt fleirum. Stefnan nær til UMFÍ á landsvísu
og starfsemi héraðssambanda og grasrótarstarfs félaganna þar sem það hentar.
Hrönn fundaði með stjórn og starfsfólki UMFÍ í febrúar og mars um stöðuna, starfsemina
og framtíðina. Síðan boðaði hún til funda með sambandsaðilum, ungmennaráði og því næst
íþróttahéruðum í hverjum landsfjórðungi.
Fyrsti formlegi stóri stefnumótunarfundurinn fór fram á Hótel Geysi í Haukadal laugardaginn
20. mars. Þangað komu sambandsaðilar UMFÍ, stjórn og starfsfólk ásamt hópi af ungu fólki.
Heildarþátttakan var afar góð og fólk átti djúpar og góðar samræður um það hvaða þýðingu
hreyfingin hefði fyrir hvern og einn þátttakanda, iðkendur, þjálfara og alla sem tengjast ung-
mennafélagshreyfingunni með einum eða öðrum hætti.
Grasrótin setur
mark sitt á
stefnu UMFÍ
„UMFÍ er ótrúlega sterkt félag sem er að
gera marga flotta hluti. Það er mjög flókið,
því að aðildarfélögin eru mjög fjölbreytt.
Þarna eru stór og stöndug íþróttafélög
með stórar skrifstofur og marga iðkendur.
En þarna eru líka smærri félög með enga
skrifstofu, enga starfsmenn og minni
áherslu á íþróttir. Þetta eru verðmæti en
um leið áskorun,“ segir Hrönn Pétursdóttir.
Í framhaldi af Stefnumóti UMFÍ á Geysi voru
haldnir rafrænir landshlutafundir. Niðurstaða
fundanna hafði frekari áhrif á stefnumótunina.
Hrönn vann úr umræðunni og niðurstöður
voru ræddar í stefnumótunarhópi UMFÍ. Stefnt
er að öðrum fundum með félögum UMFÍ.
UMFÍ vinnur að stefnumótun fyrir ungmenna-
félagshreyfinguna næstu árin. Hrönn Péturs-
dóttir stýrir vinnunni en ný stefna verður kynnt
á sambandsþingi UMFÍ í október. Hrönn segir
UMFÍ ótrúlega sterkt en flókið félag.
Febrúar/mars: Fundað með stjórn og
starfsfólki um stöðuna, starfsemina og
framtíðina.
Mars: Stefnumót með sambandsaðilum
þar sem staða starfsins var rædd og þróun
starfseminnar.
Apríl: Fjórir rafrænir fundir með sam-
bandsaðilum UMFÍ og aðildarfélögum
þeirra. Þar voru fyrstu drög að uppfærðri
stefnu kynnt þátttakendum. Stjórnendur
íþróttahéraða, félaga og deilda tóku virkan
þátt í fundunum. Hrönn vann úr umræðun-
um og lagði niðurstöðuna fyrir stefnumót-
unarhóp UMFÍ sem vinnur að málinu.
Maí/Júní: Önnur umferð af svæðafund-
um þar sem þátttakendur vinna tillögur og
hugmyndir að þeim verkum og verkefnum
sem farið verði í til að framkvæma stefnuna.
Sumar og haust 2021: Búin til
aðgerðaáætlun.
Október 2021: Sambandsþing UMFÍ:
Lögð fram ný stefna og aðgerðaáætlun.
Eftirfylgni: Stjórn og þjónustumiðstöð
UMFÍ fylgja stefnunni eftir næstu árin..