Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.01.2021, Qupperneq 28

Skinfaxi - 01.01.2021, Qupperneq 28
28 S K I N FA X I V opnfirðingar tóku upp frístundastyrki á síðasta ári. Verkefna- stjóri æskulýðs-, íþrótta- og tómstundamála hjá sveitarfélag- inu segir nær alla sem geta nýta sér styrkina. Mun færri nýta sér sérstaka styrki fyrir börn frá tekjulægri fjölskyldum. „Við tókum upp frístundastyrki hér á Vopnafirði árið 2020. Við erum nýbúin að gera upp síðasta ár og mér sýnist þeir hafa verið vel nýttir,“ segir Þórhildur Sigurðardóttir, verkefnastjóri frístunda-, æskulýðs- og fjölmenningarmála á Vopnafirði. Frístundastyrkur á Vopnafirði er 20.000 krónur á barn. Um 80 börn og ungmenni á aldrinum 6-18 ára eiga rétt á því að nýta sér styrkinn. Þórhildur segir liggja fyrir að nánast hver einasti þátttakandi á þessum aldri, í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu, hafi nýtt hann. Þórhildur kynntist mismunandi styrkjaformi í skipulögðu starfi með börnum þegar hún var í vettvangsnámi í Reykjanesbæ undir hand- leiðslu Hafþórs Birgissonar, íþrótta- og tómstundafulltrúa bæjarins. Þar eru hvatagreiðslur eins og í mörgum sveitarfélögum en frístunda- styrkir í öðrum. „Hafþór sýndi mér að styrkjaformið getur heitið hvað sem er því að markmiðið er það sama. Ég fór að skoða kosti þeirra frekar eftir áramót- in 2018 og sá þá að Vopnafjarðarhreppur var ekki með neinn sam- bærilegan stuðning. Sveitarstjórnarkosningar voru í maí þetta ár. Ég sendi því fyrirspurn á frambjóðendur allra flokka í sveitarfélaginu og kannaði hvernig þeim litist á að taka upp frístundastyrki. Sumir vissu ekki hvað þetta var og því kynnti ég þetta betur fyrir þeim og kosti þess að taka þá upp hjá sveitarfélaginu,“ segir Þórhildur. Mikilvægt að hafa ferlið einfalt Frístundastyrkir voru, eins og áður sagði, teknir upp í tilraunaskyni í fyrsta sinn á Vopnafirði í fyrra. Þórhildur segir að í fyrstu hafi verið tals- verð flækja að ganga frá styrkjunum en nú hefur því verið breytt og ferlið hafi allt verið einfaldað til muna. „Þetta er tilraun sem skilar afar góðum árangri. Næstum öll börn eru í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi og nýta sér styrkinn. Marga langar til að koma börnum sínum í íþróttir en þeir hafa ekki efni á því. Aðrir vita ekki af styrknum, þar á meðal er fólk af erlendum uppruna. Frístundastyrkur og hvatagreiðslur hjálpa til við það. Það er auðvitað alltaf fólk inni á milli sem nýtir sér ekki styrkinn og týnist í kerfinu. Við þurfum þess vegna að minna sífellt á hann,“ segir Þórhildur og bætir við að þar sem sveitarfélagið sé lítið viti hún hverjir eru ekki í skipu- lögðu starfi og hefur þá samband við foreldra barnanna og kynnir fyrir þeim möguleika frístundastyrksins. Þórhildur bendir hins vegar á að sérstaki frístundastyrkurinn sé lítið nýttur. Hann þurfi að kynna betur auk þess sem líklega þurfi að sníða af honum vankanta. „Við höfum auglýst hann mjög vel og nokkrum sinnum á heimasíðu sveitarfélagsins. En of fáir þeirra, sem þyrftu á honum að halda, nýta sér hann,“ segir hún. Mikill kostur að bjóða upp á frístundastyrki og hvatagreiðslur

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.