Skinfaxi - 01.01.2021, Síða 29
S K I N FA X I 29
„Mikilvægt er að bæta aðgengi að viðburðum
og íþróttahúsum svo að fatlaðir geti tekið þátt,“
segir íþróttakona.
„Lítið er í boði fyrir fatlað fólk sem vill stunda íþróttir og erfitt að nálg-
ast upplýsingar um það sem er í boði. Þess vegna missir íþróttahreyf-
ingin af hópi fatlaðs fólks, fólki sem hefði farið í almenningsíþróttir,
líkamsrækt, hjólreiðar eða fleira ef það væri ekki fatlað.“ Þetta segir
Arna Sigríður Albertsdóttir, handahjólreiðakona og íþróttafræðinemi,
en hún flutti afar fróðlegt erindi á ráðstefnunni Íþróttir eru fyrir alla sem
haldin var í tengslum við Reykjavík International Games í byrjun þessa
árs. Að ráðstefnunni stóðu UMFÍ, ÍSÍ og ÍBR ásamt Háskólanum í
Reykjavík.
Arna var öflug skíðakona en slasaðist á mænu á æfingu með liði sínu
í Noregi árið 2006 og lamaðist fyrir neðan brjóst. Hún varð því að
leggja skíðin á hilluna og snúa sér að öðru. En þar var henni vandi á
höndum.
Íþróttir eru hluti af lífinu
„Ég er fædd og uppalin á Ísafirði. Ég leit á íþróttir sem hluta af daglegu
lífi og prófaði allar íþróttir sem voru í boði í sveitarfélaginu. Íþróttir
snerust fyrir mér um félagslega þáttinn og byggðu upp vinatengsl.
Þar sem ég var íþróttakona fyrir slysið hélt ég að það væri ekkert mál
að stunda íþróttir fyrir hreyfihamlaða. Í mínu tilviki var það alls ekki
þannig. Í fyrsta lagi tók það mig mörg ár að verða sjálfstæð aftur, að
læra hluti upp á nýtt sem voru áður sjálfsagðir, í öðru lagi var það hugar-
farið. Þegar maður er 16 ára heldur maður að maður sé ósigrandi.
Maður heldur að ekkert komi fyrir mann. Það tók mig mjög langan
tíma að sætta mig við þetta. Ég var með fordóma gagnvart íþróttum
fatlaðra. En þegar ég varð sjálf fötluð sá ég að lítið var í boði fyrir fatl-
aða á Ísafirði,“ sagði hún og bætti við að helsti þröskuldurinn sé sá
að fólki með fötlun sé oft ekki boðið með á íþróttaviðburði sem eru
ætlaðir almenningi.
„Fólk, sem skipuleggur þessa íþróttaviðburði, miklar fyrir sér þátt-
töku fatlaðs fólks og blæs upp vandamálin sem er annars frekar auð-
velt að leysa. Þeir sem leysa þau eru fatlaða fólkið sem hefur yfirleitt
alla ævi þurft að hugsa í lausnum,“ segir hún og gerir grein fyrir því
hversu lélegt aðgengi getur verið fyrir fatlað fólk að íþróttamannvirkj-
um, íþróttahúsum og líkamsræktarstöðum. Máli sínu til stuðnings
vísar hún í byggingarreglugerðir.
„Í byggingarreglugerðum frá árinu 1979 hafa verið skyldur um að-
gengi fatlaðs fólks. En við erum enn að smíða áhorfendapalla og líkams-
ræktarstöðvar þar sem aðgengi er ábótavant,“ sagði hún og bætir
við, að til viðbótar við torvelt aðgengi að íþróttum bætist kostnaður
við kaup á íþróttatækjum fyrir hreyfihamlaða sem hið opinbera niður-
greiðir ekki nema þau séu ætluð til notkunar í keppni. Þessi tæki séu
margfalt dýrari en sambærileg tæki fyrir almenning.
Arna lagði mikið á sig til að finna nýja íþrótt og fann handahjól á
netinu sem hún pantaði. Hún hefur eftir þetta náð langt í þeirri grein.
En íþróttir fatlaðra eru dýrt sport.
„Reiðhjól fyrir mig kostar eins og bíll fyrir ykkur,“ segir hún og vísar
þar í handahjól sem hún notar. Arna hvetur til þess að auðvelda fötl-
uðum að stunda íþróttaæfingar, bæta aðgengi og fjölga tækifærun-
um svo að fatlaðir geti verið með eins og ófatlaðir.
Arna Sigríður Albertsdóttir:
Vil sjá fleiri tækifæri í íþróttum