Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.03.2022, Qupperneq 10

Skinfaxi - 01.03.2022, Qupperneq 10
10 S K I N FA X I Valdís tekin við Æskulýðsvettvanginum „Við förum strax af stað af krafti með námskeið Æskulýðsvettvangsins eftir áramótin, þar á meðal hnitmiðaðra Verndum þau,“ segir Valdís Helga Þorgeirsdóttir, ný verkefnastýra Æskulýðsvettvangsins. Hún var í haust ráðin í stöðuna og tekur við af Semu Erlu Serdar, sem hafði gegnt starfinu um nokkurra ára skeið. Æskulýðsvettvangurinn hefur tekið svolitlum breytingum frá fyrri ár- um, að sögn Valdísar. Hún mun leggja meiri áherslu en áður á forvarna- vinnu í íþrótta- og æskulýðsstarfi og námskeiðahaldi á borð við Vernd- um þau. Öðrum málum, svo sem málum sem snerta óæskilega hegðun, eineltismálum og fleirum af svipuðu tagi er vísað til skrifstofu samskipta- ráðgjafa í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Valdís verður, eins og Sema áður, með aðstöðu í þjónustumiðstöð UMFÍ, sem nú hefur verið flutt í Íþróttamiðstöðina við Engjaveg í Laugar- dal og er þar íþróttahreyfingin komin svo til öll undir eitt þak. Valdís segir starfið hafa breyst síðan Sema hætti. Nú sé líka komin uppfærð samræmd viðbragðsáætlun sem allt skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf geti nýtt sér. Hún bindur vonir við að fleiri taki hana upp enda geti margir nýtt hana, svo sem skólar og félög sem hafi kallað eftir viðbragðsáætlun, enda sé mikil reynsla í hópnum sem stóð að baki áætluninni. Valdís Helga tók við af Semu í október og er meðal annars að vinna í því að fínpússa námskeiðin með ráðgjafahópi Æskulýðsvettvangsins. Námskeiðin öll og fyrirlestrar þeim tengdum eru sem fyrr gjaldfrjáls fyrir aðildarfélög Æskulýðsvettvangsins. Æskulýðsvettvangurinn hefur m.a. unnið að þróun verkfæra, sem íþrótta- og æskulýðsfélög og aðrir sem starfa með börnum og ungmennum eru hvött til að nýta sér og stuðla að inngildandi félagi og starfsemi. Eitt verkefnanna er Barna- vernd – netnámskeið, sem ætlað er að auka þekkingu starfsfólks og sjálfboðaliða um land allt á einelti, ofbeldi og áreitni sem börn og ung- menni geta orðið fyrir og afleiðingar þess. Námskeiðið er gjaldfrjálst. Þetta er Valdís Valdís Helga er menntaður íþróttafræðingur og jógakennari. Margir þekkja hana líka í góðu gamni sem Völlu Sport, annan stofnenda barna- og fjölskylduhátíðarinnar Kátt á Klambra sem var árlegur viðburður á Klambratúni í Reykjavík árin 2015–2019. Hún kennir einnig jóga og þjálfar hjá líkamsræktarstöðinni Primal Iceland. Þar er unnið með allt frá stoðkerfisvandamálum yfir í æfingaáætlanir og bætingu afreksíþróttafólks, en aðferðir Primal eru aðrar en hafa tíðkast til að vinna með fólki í kulnun og í streitu. Þrjú námskeið vorið 2023: Janúar: Verndum þau í sal KFUM og KFUK. Febrúar: Hinsegin fræðsla í sal Skátanna Mars: Samskipti og siðareglur í sal KFUM og KFUK Mars: Inngilding og fjölmenning í sal Skátanna. Æskulýðsvettvangurinn vinnur að sameiginlegum hagsmuna- málum barna og ungmenna í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Æsku- lýðsvettvangurinn er samstarfsvettvangur UMFÍ, Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi og Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Ítarlegri upplýsingar eru á heimasíðu Æskulýðs- vettvangsins, www.aev.is Æskulýðsvettvangurinn tók breytingum í haust. Valdís Helga hefur tekið við sem verkefnastýra og er hún á fullu að undirbúa verkefni vorsins.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.