Skinfaxi - 01.03.2022, Síða 14
14 S K I N FA X I
V
aldimar Smári Gunnarsson er mörgum kunnur vegna
ötulla starfa sinna í þágu heilsueflingar landsmanna,
bæði á vegum og UMFÍ og UMSK, og að eigin frum-
kvæði. Hann hætti í sumar sem framkvæmdastjóri
Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK), en sam-
bandið er einn af stærstu sambandsaðilum UMFÍ. Undir því er fjöldi
íþróttafélaga í Kraganum, til dæmis Stjarnan í Garðabæ, Grótta á Sel-
tjarnarnesi, Afturelding í Mosfellsbæ og Breiðablik, HK og Gerpla í
Kópavogi.
Valdimar hefur gríðarlega ástríðu fyrir heilsueflingu fólks og hefur sá
undirliggjandi kraftur gert það að verkum að honum hefur tekist að
flytja heilu fjöllin, í raun tuttugu gáma af sandi, til þess að koma öðrum
á hreyfingu – og til að auka velsæld þeirra. Bílddælingar njóta sérstak-
lega góðs af því, en Valdimar ber afar sterkar taugar til litla þorpsins
fyrir vestan hvar hann leit dagsins ljós árið 1958.
„Bíldudalur er nafli alheimsins“
Valdimar segir að æska hans á Bíldudal hafi einkennst af frelsi og öryggi.
Móðir hans starfaði sem ljósmóðir en faðir hans vann ýmis störf, sinnti
meðal annars flugvellinum á Bíldudal sem er enn í fullri notkun.
„Bíldudalur er jú nafli alheimsins. Að minnsta kosti fyrir marga,“ segir
Valdimar kíminn en meinar það reyndar alveg, enda fullgildur með-
limur í félagi brottfluttra manna sem elska Bíldudal. Þorp sem er á stöð-
ugri uppleið, þökk sé Valdimari og fleiri góðum einstaklingum sem
bera hag Bíldudals fyrir brjósti.
Þegar strákurinn var að alast upp var aðstaða til íþróttaiðkunar í bæn-
um ekki bara takmörkuð heldur nákvæmlega engin. Það lét drengur-
inn ekki stoppa sig. Hann var alltaf með bolta í fanginu og lék sér úti
frá morgni til kvölds.
En ekki voru öll uppátækin jafn skynsamleg. „Við höfðum fjallið og
fjöruna fyrir okkur og það voru reyndar alveg geggjuð leiksvæði. Við
„Við erum með tuttugu gáma af
sandi en eigum engan pening.
Getið þið hjálpað okkur?“
Nærmynd af Valdimari Gunnarssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra UMSK.