Skinfaxi - 01.03.2022, Side 16
16 S K I N FA X I
Allir farnir út á sjó þegar kom að leiknum
Valdimar segir hugsun sína alltaf hafa einkennst af þeirri sannfæringu
að allt sé hægt, svo lengi sem fólk hafi fyrir því að finna leiðir til að láta
hlutina ganga upp. Hugsi í lausnum.
Spurður hvort hann hafi alltaf verið þannig segir hann það frekar hafa
gerst með árunum. Hann hafi verið mjög feiminn sem krakki en þegar
ástríðan tók yfir hafi feimnin fokið ásamt öðrum hindrunum í lífinu.
„Þegar ég var búinn að læra og byrjaður að kenna íþróttir á Bíldudal
voru um 90 prósent krakkanna að æfa frjálsar, þar á meðal hin þjóð-
þekkta Vala Flosadóttir, sem bjó í þorpinu til um fjórtán ára aldurs. Við
náðum alveg gífurlegum árangri á þessum árum og íþróttalífið í þess-
um litla bæ varð mjög öflugt. Við vorum meira að segja með meistara-
flokk í knattspyrnu og tókum þátt í Íslandsmótum í einhver tvö ár. Þetta
var samt mjög skrítið umhverfi því strákarnir sem voru í liðunum voru
kannski að koma vestur til að vinna á sumrin og fóru á haustin. Svo var
kannski leikur á laugardegi en þá frétti maður um morguninn að helm-
ingurinn af liðinu væri kominn út á togara og þá þurfti að redda ein-
hverjum til að spila í leiknum. Það var alltaf eitthvað svona að koma upp
á en þetta kenndi manni að leita lausna sem stundum voru óhefð-
bundnar og áræðnar,“ segir Valdimar.
Unglingamótið sem breyttist í allsherjar
fjölskylduhátíð
Eftir átta ár sem íþróttakennari á Bíldudal hugðist Valdimar hefja nám
í Kennaraháskólanum. Hann hafði þá kennt tíma í almennri kennslu í
grunnskólanum og lagðist það vel í hann. En námið í Kennaraháskól-
anum stóðst ekki væntingar.
„Fyrsta námskeiðið gekk bara út á að föndra og lita og klippa út
dúkkulísur. Ég fann strax að ég nennti ekki að standa í þessu, svo ég
hætti og tók að mér að gerast framkvæmdastjóri fyrir Unglingalands-
mót UMFÍ, sem var haldið fyrir vestan árið 2000. Það reyndist áskorun
því það þurfti tvö hundruð og fimmtíu manns til að vinna á mótinu. Við
fórum þá að velta því fyrir okkur hvernig við gætum leyst vandann.
Allir voru að vinna í frystihúsunum eða úti á sjó og eina ráðið var að
finna einhvern tíma þar sem allir væru í fríi. Og hvaða tími var það? Jú,
verslunarmannahelgin var laus!“
Valdimar segir að flestum sem heyrðu hugmyndina fyrst hafi ekki
alveg litist á planið. En þar sem þetta var með sanni eini tíminn til að
ná saman rúmlega tvö hundruð manns var áætluninni haldið. Mótið
tókst stórkostlega vel og hefur upp frá því verið haldið um verslunar-
mannahelgi á hverju ári.
„Mótið hafði verið haldið tvisvar sinnum áður, en þá var þetta svona
hefðbundið íþróttamót þar sem foreldrarnir voru ekki endilega með.
En með því að hafa það um verslunarmannahelgi breyttist mótið í alls-
herjar fjölskylduhátíð, sem var frábært því þarna gafst fjölskyldum kost-
ur á að mæta með börnin sín í áfengislaust umhverfi yfir þessa ágætu
helgi,“ bendir Valdimar á.
Landsmót UMFÍ var á pari við Ólympíuleikana
UMFÍ hefur tekið miklum breytingum í áranna rás, enda gamalt félag
svo að ekki er við öðru að búast. Valdimar þekkir söguna vel.
„Í gamla daga var Landsmót UMFÍ mótið sem allir biðu eftir. Bara
eins og Ólympíuleikarnir. En með árunum fór alls konar mótum að
fjölga svo svakalega að þátttaka á landsmótinu dalaði og lognaðist á
endanum út af. Á móti jókst þátttakan á Unglingalandsmótinu alveg
gríðarlega. Í kjölfar þessarar þróunar var ákveðið að hætta alveg við
Landsmótið, sem hafði þá alltaf verið haldið á fjögurra ára fresti um
árabil, og leggja í staðinn allt kapp á að efla Unglingalandsmótið. Á
sama tíma ákváðum við líka að búa til mót fyrir fimmtíu ára og eldri, en
það hefur núna verið haldið í rúman áratug. Á því er keppt í alls konar
greinum; frjálsum, sundi, boccia, skák, bridge, stígvélakasti og fleiru.
Eina skilyrðið fyrir þátttöku er að hafa náð fimmtíu ára aldri. Fólk þarf
ekki að hafa neina reynslu og má alveg vera nýbyrjað að iðka, sem þýð-
ir til dæmis að ef þú ætlaðir að keppa í skák væri eina þátttökukrafan
sú að þú kynnir mannganginn, því þetta snýst um að vera með frekur
en að vinna,“ segir hann og bætir við að síðasta mót hafi farið fram í
Borgarnesi og verið ágætlega sótt.
Ungmenni er afstætt hugtak
Eins og skilja má af því sem hér hefur komið fram er hugtakið „ung-
menni“ greinilega afstætt hjá UMFÍ. Því til endanlegrar staðfestingar
er nýlegt samvinnuverkefni félagsins við Kópavogsbæ, Gerplu og HK
þar sem markmiðið er að efla heilsu og þrótt eldri borgara.
Verkefnið kallast Virkni og vellíðan og hefur að sögn Valdimars
algerlega slegið í gegn. Nú mæta meira en tvö hundruð manns á
æfingar í hverri viku og hópur þátttakenda stækkar stöðugt.
„Reyndar eru það sextíu ára og eldri sem eru gjaldgengir því hugs-
unin er sú að ef þú byrjar nógu snemma er auðveldara að viðhalda
lengur styrknum og þróttinum sem skapast við æfingarnar. Þau sem
eru í Virkni og vellíðan æfa alls konar íþróttir og iðka ýmsa hreyfingu.
Til dæmis chi-gong, jóga, æfingar með tækjum og lóðum, stunda
göngu og margt fleira, en starfið fer fram í knattspyrnuhöllunum og í
Boðhlaupssveit ÍFB tekur við gullverðlaunum á Héraðsmóti Hrafnaflóka árið 1983. F.v.: Kolbeinn Gunnars-
son, Þröstur Gunnarsson (bræður Valdimars), Valdimar og Þórarinn Hannesson, allir frá Bíldudal.
Valdimar framkvæmdastjóri HHF
tekur við Fyrirmyndarbikarnum
úr hendi Pálma Gíslasonar for-
manns UMFÍ 1992.
Valdimar fræðslustjóri UMFÍ 2004.