Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2022, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.03.2022, Blaðsíða 20
20 S K I N FA X I Allir með er fyrirmyndarverkefni í Reykjanesbæ. Verkefnið hefur stækkað heilmikið. Verkefnastjór- inn Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir er viss um að það geti verið til fyrirmyndar í öðrum sveitarfélögum. „Við þurfum öll að vera með og hafa kjark til þess að tala við þau sem hvorki tala íslensku né ensku svo að allir verði með,“ segir Hilma Hólm- fríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningarmála í Reykjanesbæ, en hún kynnti í byrjun desembermánaðar næstu skref í samfélagsverk- efninu Allir með. Verkefninu var ýtt úr vör árið 2020 og er þar lögð áhersla á verndandi þætti í lífi barna. Þetta er jafnframt fyrsta stigs for- vörn sem ætlað er að vinna gegn einelti, félagslegri útskúfun, fordóm- um, öllum birtingarmyndum ofbeldis og hatursorðræðu. Þetta eru tímamót í verkefninu. Hilma kynnti nýtt markaðsefni, skrif- aði undir nýja samninga og opinberaði Allir með-skólann, sem verður fræðsluvettvangur fyrir hugmyndafræði verkefnisins. Skólinn er rafrænn á vefsíðu sem fyrirtækið AVIA setur upp og viðheldur. Fræðslufyrir- tækið KVAN vinnur síðan með Reykjanesbæ að því að búa til og þróa fræðsluefni fyrir skólann og þjálfa nemendur. Samið hefur verið við AVIA og KVAN um að tryggja Reykjanesbæ aðgengi að skólanum í átta Hver og einn þarf að upplifa það að tilheyra samfélaginu ár, til ársins 2030, eða eins lengi og framtíðarsýn verkefnisins nær til. Nemendur skólans, auk starfsfólks Reykjanesbæjar, verða leiðtogar í skipulögðu barnastarfi, íþróttum, tómstundum og menningarstarfi. Hundrað ólík tungumál í bænum Hilma er yfir sig hrifin af verkefninu Allir með, enda styður það sérstak- lega vel við þá sem reynist það meiri áskorun en öðrum að taka þátt og tilheyra samfélaginu. „Þetta er mikilvægt í Reykjanesbæ, þar sem næstum þriðjungur íbúa er af erlendum uppruna og samfélagið með hundrað ólík tungu- mál. Það þarf að passa upp á að hver og einn finni að hann tilheyri og sé hluti af samfélaginu,“ segir hún. Hilma er fullviss um að verkefni og skóli eins og þessi geti verið til fyrirmyndar í öðrum sveitarfélögum. „Þetta eru fræ sem við sáum og við fylgjumst vel með þeim. Við erum algjörlega með eitthvað í höndunum sem hægt er að þróa annars staðar og taka hugmyndafræðina upp,“ segir hún, en í tengsl- um við það kynnti Hilma enn einn samstarfsaðilann. Það er fyrirtækið atNorth í Reykjanesbæ, sem innleiðir hugmyndafræðina á starfs- stöðvum sínum. UMFÍ, Ungmennafélagið Njarðvík og Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag, eru samstarfsaðilar að verk- efninu Allir með ásamt Félagsmálaráðuneytinu, sem styrkti það á sínum tíma. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, sagði í samtali við Víkurfréttir fyrir nokkru ungmennafélagshreyfinguna mjög spennta, enda væri verkefnið í anda kjarnastarfsemi UMFÍ, sem hvetti til þátttöku allra á eigin forsendum. „Við höfum verið að fá niðurstöður í könnunum hjá okkur sem Rannsóknir og greining hefur unnið, um að þátttaka barna í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi sé minni á þessu svæði en öðrum á landinu. Það er því sérstaklega ánægjulegt að fá að taka þátt í að breyta því til framtíðar,“ sagði hún. Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir kynnir samfélagsverkefnið Allir með.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.