Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.2022, Page 21

Skinfaxi - 01.03.2022, Page 21
 S K I N FA X I 21 Fleiri tækifæri fyrir börn og ungmenni Ráðherrar við undirskrift samstarfsyfirlýsingar um verkefnið „Farsælt samfélag fyrir öll – brúum bilið“. F.v.: Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Meiri áhersla en nokkru sinni verður á að gera börnum og ungmennum með fötlun kleift að stunda íþróttir með ófötluðum börnum kjósi þau svo, samkvæmt samstarfsyfirlýsingu sem undirrituð var á dögunum. Það voru þeir Willum Þór Þórsson heilbrigðis- ráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Ásmund- ur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráð- herra, sem skrifuðu undir yfirlýsinguna. Verkefnið miðar að því að efla íþróttaástund- un fatlaðs fólks, ekki síst barna og ungmenna með fatlanir. Alls verður 60 milljónum króna veitt til verkefnisins, sem er til þriggja ára. Aðgerðirnar sem ráðist verður í byggja á tillögum sem fram komu á ráðstefnunni „Farsælt samfélag fyrir öll – tækifæri barna og ungmenna í íþróttastarfi“. Á meðal næstu skrefa eftir undirritunina er að ráða til starfa verkefnastjóra sem mun vinna að framgangi aðgerðanna og eiga í samstarfi við sveitarfélög og íþróttafélög um land allt, auk fulltrúa félagsþjónustu, skóla, sérsam- banda ÍSÍ, íþróttahéraða innan ÍSÍ og UMFÍ og fjölda annarra sem tengjast verkefninu. Einnig verða veittir styrkir og aðstoð við þróun sprotaverkefna í íþróttastarfi sem hafa þann tilgang að efla nýsköpun og styrkja góð- ar fyrirmyndir þannig að markmið verkefnis- ins nái fram að ganga. Viðstaddir undirritunina voru auk ráðherr- anna þriggja fulltrúar íþróttahreyfingarinnar, þar á meðal þau Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, og Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, og Þrír ráðherrar skrifuðu undir samstarfsyfirlýsingu sem getur markað tímamót í íþróttastarfi barna- og ungmenna. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, Þórður Árni Hjaltested, formaður Íþróttasambands fatlaðra, og Anna Karólína Vilhjálmsdóttir og Jón Björn Ólafsson frá Íþróttasambandi fatlaðra auk fleiri sem tengj- ast samningnum. Þar á meðal er Þór G. Þórarins- son, sérfræðingur hjá Félags- og vinnumark- aðsráðuneytinu, og Anna Lára Steindal, verk- efnastjóri hjá Þroskahjálp. Ráðherrarnir ásamt fulltrúum þeirra aðila sem tengjast verkefninu.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.