Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.03.2022, Side 27

Skinfaxi - 01.03.2022, Side 27
 S K I N FA X I 27 Fleiri stelpur í fótbolta Stjórn Þróttar Vogum á Vatnsleysuströnd fannst vanta stelpur í knatt- spyrnu. Byrjað var á að ná til stúlkna sem kepptu fyrst og ákváðu síðan hvort þær vildu halda áfram. Þær sem það vildu fóru á æfingar. „Ástæðan fyrir því að við sóttum um styrk í þetta einstaka verkefni er sú að það hefur verið mikil gróska í kvennafótboltanum hjá okkur,“ segir Marteinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Þróttar Vogum. Knattspyrnudeild Þróttar fékk í vor styrk úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ fyrir verkefnið Fleiri stelpur í fótbolta. „Einhverra hluta vegna kvarnaðist skyndilega úr hópnum og okkur fannst við vera að missa iðkendur og náðum ekki í lið. Okkur vantaði fjármagn til að efla kvenna- starfið, en áttum það ekki til. Hugmyndin var að sækja um styrk í Fræðslu- og verkefnasjóð til að geta greitt leiðbeinanda og efla starfið. Við fengum tvo þjálfara til að fara í skólann í fjórar neðstu bekkjar- deildirnar og bjóða öllum stelpunum þar á fótboltaæfingu. Eins kom- um við inn í leikfimitíma hjá stelpunum í skólanum og buðum þeim á æfingu og verkefnið endaði síðan á því að fara á mót. Þetta var allt óháð því hvort þær voru að æfa,“ segir Marteinn. Hann viðurkennir að í raun hafi verið byrjað á öfugum enda því stúlk- urnar byrjuðu á því að keppa og fóru síðan sumar að æfa. Styrkurinn fór í að greiða þátttökugjöld stelpnanna á mótinu og greiða tveimur þjálfurum fyrir að standa í þessu í þessar tvær vikur ásamt því að halda utan um verkefnið, fara í skólann og tilheyrandi. En stelpurnar tóku vel í þetta verkefni og eftir að það kláraðist fjölgaði strax í 7. flokki. „Það er samt ekki enn alveg mælanlegt hvort og hve mikilli aukningu þetta skilaði sér því verkefninu er nýlokið og árangurinn verður ekki sýnilegur fyrr en á nýju ári,“ segir Marteinn og bætir við að merkjum Fræðslu- og verkefnasjóðs sé ævinlega haldið á lofti en gott sé að nýta hann í svona einstök verkefni sem ætlað er að lyfta starfinu á enn hærra plan. Varðveita söguna Ungmennafélagið Snæfell á fjölda muna frá stofnun félagsins og hefur stefnt að því lengi að gera þá aðgengilega almenningi. Styrkur úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ gerði það mögulegt. Stjórn Ungmennafélagsins Snæfells fékk í vor styrk úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ fyrir verkefnið Varðveisla gamalla hluta. Hjörleifur Kristinn Hjörleifsson, formaður ungmennafélagsins, segir það að minnsta kosti tvisvar hafa fengið styrk vegna þessa, en verkefnið snýst um varðveislu gamalla muna sem þau í Ungmennafélaginu hafa í fór- um sínum og hafa fengið frá ýmsum stöðum í gegnum tíðina. „Þetta eru gamlir munir sem við eigum. Fundargerðabækur og ýmis- legt sem okkur hefur áskotnast í gegnum tíðina. Við fengum til dæmis muni úr dánarbúi Ágústar Bjartmars, sem var sexfaldur íslandsmeistari í badminton á sínum tíma. Þaðan áskotnuðust okkur gamlir badmin- tonskór, badmintontaska, spaðar og fullt af myndum og skjölum. Síðan erum við með fundargerðabækur allt frá stofnun Snæfells, stofnfund- inn sjálfan og allt saman. Þar eru stofnfélagarnir skráðir og allt sem gerðist. Íþróttanefnd hélt utan um öll mót á vegum félagsins á árum áð- ur. Þá var allt skráð, öll úrslit og slíkt. Þetta er því talsvert magn af munum sem við eigum en þetta eru mest bækur, einkum fundargerðabækur. Okkur hefur tekist vel að halda utan um alla söguna og að eiga til allar fundargerðabækur frá stofnun er ansi merkilegt, held ég. Þetta er mjög metnaðarfullt og mikilvægt verkefni til þess að varðveita sögu Snæfells,“ segir Hjörleifur. Styrkurinn fór í að sérsmíða glerskápa utan um munina sem eru í íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi. Þetta er heljarinnar verk og sér fyrir endann á því í maí árið 2023.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.