Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.03.2022, Side 29

Skinfaxi - 01.03.2022, Side 29
 S K I N FA X I 29 ISCA og ráðstefnan í hnotskurn • ISCA er skammstöfun fyrir International Sport and Culture Association. UMFÍ hefur verið aðili að samtökunum í áratug. Mörg samevrópsk verkefni hafa orðið þar til, þar á meðal er Hreyfivika UMFÍ. • Aðildarfélög ISCA eru 287 frá 90 löndum. • Yfirskriftir ráðstefna ISCA upp á síðkastið hafa verið Moving People og HealthyLifestyle4All. Áherslan er á aukna hreyf- ingu almennings og tækifæri sem stjórnvöld geta gripið til svo að borgarar geti bætt heilbrigði sitt á eigin forsendum. • Mikil áhersla var á að fjölga tækifærum fólks til að hreyfa sig, s.s. með leikjum og leiktækjum sem taka lítið pláss og aðferð- um sem taka stuttan tíma en koma blóðinu á hreyfingu. • Horft var til leiða í borgarskipulagi og skipulagi húsnæðis sem hvetja fólk til að hafa ánægju af því að hreyfa sig, hvort heldur er eitt eða með öðrum. • Staða flóttamanna fékk mikið rými á ráðstefnunni. Fulltrúar landa sem eiga landamæri að löndum eins og Úkraínu lýstu gríðarlegri fjölgun flóttamanna og leiðum sem mögulegar væru til að hjálpa fólkinu með öllum tiltækum ráðum. Slíkt væri til þess fallið að bæta líðan og heilsu flóttafólks í nýju landi og aðstoða nýja íbúa við að aðlagast breyttum aðstæðum. Leikum okkur á hættulegum stöðum Gregor sagði stjórnvöld og borgaryfirvöld verða að hafa það á stefnu- skrá sinni að bæta hreyfingu borgaranna. Þau gætu gripið til ýmissa atriða sem gætu hvatt fólk til meiri hreyfingar. Þar á meðal mætti prófa annað slagið að loka götum og leyfa fólki að leika sér á þeim. Ekki þyrfti að skipuleggja sérstaka viðburði á götunum, því fólk myndi einfald- lega fara út á göturnar og njóta lífsins betur. „Það eina sem börn og foreldrar þeirra þurfa að vita er að göturnar séu öruggur vettvangur fyrir leiki barna. Þegar það er skýrt munu börnin hreyfa sig meira en þau gera í dag, hvað þá þau sem eru inni alla daga. Þetta er ódýr leið og hægt að endurtaka víða,“ sagði Gregor Starc.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.