Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2022, Síða 30

Skinfaxi - 01.03.2022, Síða 30
30 S K I N FA X I 24. Unglingalandsmót UMFÍ verð- ur haldið á Sauðárkróki um verslun- armannahelgina 2023. Mótið hef- ur verið haldið áður á Sauðárkróki, en það var 2004, 2009 og 2014 og verður þetta því fjórða skiptið sem þessi skemmtilegi viðburður er haldinn á Króknum. Ungmennasamband Skaga- fjarðar (UMSS) er framkvæmdar- aðili mótsins og er Aldís Hilmars- dóttir formaður framkvæmda- nefndarinnar. Nefndin hefur þeg- ar hafið undirbúningsvinnu, en þau eru ófá handtökin sem þarf að vinna áður en flautað er verður til leiks. Þessa dagana er verið að ákveða keppnisgreinar og keppnissvæði og vinna að því að fá sérgreinastjóra til starfa. Unglingalandsmót UMFÍ eru vímuefnalaus íþrótta- og fjölskyldu hátíð þar sem um tuttugu hefðbundnar og óhefðbundnar keppnis- greinar eru á dagskrá ásamt fjölbreyttri afþreyingardagskrá fyrir alla fjölskylduna frá morgni til kvölds. Keppnissvæðið verður í hjarta Sauðárkróks, en þar er stutt í sund- laug, frjálsíþróttavöll, tvo knattspyrnuvelli með bæði grasi og gervi- grasi, íþróttahús og margt fleira. Tjaldsvæðið er á svokölluðum Nöf- um ofan við keppnissvæðin ofan við bæinn og þaðan er gott útsýni yfir mótssvæðið. Sauðárkrókur er frábær staður til að halda Unglingalandsmót, allt nánast á einum stað og þægilegt að ganga á milli keppnissvæða og tjaldsvæðisins. Sveitarfélagið Skagafjörður kemur að mótahaldinu. Öll mannvirkin verða í góðu standi og lögð verður áhersla á að taka vel á móti öllum þeim sem sækja bæinn heim þessa daga. Unnið er að stækkun Sundlaugar Sauðárkróks en því miður verður þeirri vinnu ekki lokið fyrir mót. Engu að síður verður laugin opin alla helgina og keppnis- laugin verður tilbúin. Ekki er ólíklegt að einhverjar keppnisgreinar á mótinu taki á sig nýja mynd en áhersla verður lögð á skemmtilegar greinar og viðburði fyrir sem flesta. Tvö spennandi mót Nóg verður um að vera í mótahaldi UMFÍ næstkomandi sumar. Þetta verður klassískt sumar þar sem tveir stóru íþróttaviðburðirnir verða í kastljósinu ásamt öðrum minni. Unglingalandsmót UMFÍ 4.–6. ágúst 2023 Aldís Hilmarsdóttir formaður framkvæmdanefndar Unglinga- landsmóts UMFÍ 2023. SA U Ð Á R K R Ó K I

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.