Skinfaxi - 01.03.2022, Page 34
34 S K I N FA X I
Helga Kr. Olsen, yfirþjálfari skautadeildar
Íþróttafélagsins Aspar.
Gleði og kátína skein úr andlitum þátttakenda á jólasýningu Asparinnar í desember.
Margt hefur verið að malla í skautagreinum upp á síðkastið. Iðkendum á öllum aldri
hefur fjölgað mikið og er svo komið að ekki eru lausir tímar fyrir alla iðkendur.
Skautaíþróttin springur út
H
já Íþróttafélaginu Ösp er ekki mikil
fjölgun í skautastarfinu og er lýst
eftir nýjum iðkendum. Félagið var
stofnað árið 1980 en skautadeild
ekki fyrr en árið 2011.
„Við erum í pínu vandræðum með að ná
einstaklingum til okkar því við erum með sér-
hæfða þjónustu fyrir börn og ungmenni með
fötlun. Okkur vantar nýliða og bara fleiri iðk-
endur yfir höfuð. Sérstaklega þessi litlu kríli.
En við erum nú líka að glíma við svolítið öðru-
vísi þröskuld þar. Fólk er að bíða eftir greiningu
eða einhverju slíku fyrir börnin sín. Greiningin
skiptir okkur samt engu máli og er ekki for-
senda iðkunar hér. Fólk hefur svolitlar ranghug-
myndir um það hverjir mega koma til Aspar-
innar og ekki koma. Raunin er að allir mega
koma,“ segir Helga.
Stefna á skautahlaup
Helga er sama sinnis og fleiri viðmælendur
og segir skautaíþróttina krefjast mikils svig-
rúms. Þó sé ekkert pláss fyrir lausa tíma fyrir
skautaíþróttina.
„Við æfum í Skautahöllinni í Egilshöll og þar
erum við með fjóra ístíma á viku. Við fáum ekki
fleiri tíma því það eru ekki fleiri tímar lausir. Það
Alls konar iðkendur skauta hjá Öspinni
Fréttir bárust af því á dögunum að Skautasam-
bandið og Íshokkísambandið hefðu bankað
á dyr bæjarstjórnar Árborgar og kannað áhuga
á því að reisa skautahöll á Selfossi. Pælingin er
Íþróttafélagið Ösp sérhæfir sig í þjónustu við einstaklinga með fötlun og sérþarfir. Helga Olsen segir
það misskilning að fólk þurfi að bíða eftir greiningu fyrir börn sín svo þau geti byrjað að stunda íþróttir.
tilkomin vegna aukins áhuga á skautaíþrótt-
inni og vilja til að fjölga valkostum í íþróttum.
vantar fleiri svell en þessi tvö sem eru í Reykja-
vík. Það væri til dæmis mjög gaman að æfa
krullu því það er allur búnaður til þess hér en
það er bara enginn laus ístími. Okkur langar
líka að byrja með skautahlaup en enn og aftur,
það vantar meiri ístíma og nýja skautahöll. Það
er líka erfitt að auglýsa starfið þegar við höfum
ekki meiri tíma til að þjálfa. Við erum með
mjög hátt þjónustuhlutfall,“ segir Helga og
bendir á að í skautaskólanum séu átta börn
með 4–5 þjálfara.
„Það eru 32 iðkendur hjá okkur, á aldrinum
5–32 ára. Við erum með einstaklingsmiðað
nám og það gengur rosalega vel. Við fengum
styrk frá Velferðarráðuneytinu til að ráða
grafískan hönnuð í lið með okkur og við ætl-
um að gera myndrænt æfingaprógramm fyrir
iðkendurna. Hann teiknar þá upp myndir af
líkamsstöðum í skautaæfingunum, sem eru
síðan festar við spjöld með frönskum renni-
lás. Þá getum við sýnt iðkendum þær æfingar
sem eru gerðar í tímunum. Svo þegar ákveðin
æfing er búin er hún flutt yfir í „búið“-kassann
og þannig er öll æfingin vel sýnileg. Það hjálp-
ar að hafa þetta svona sjónrænt því sumir ná
ekki vel munnlegum fyrirmælum. Þetta hentar
því mörgum, hvort sem þau eru fimm ára eða
fimmtán ára. Fyrirsjáanleiki skiptir nefnilega
svo miklu máli, hvort sem maður er með fötl-
un eða ekki. Þetta er okkar leið til að sýna
afraksturinn af æfingunni og í leiðinni erum
við að kenna þeim heitin á æfingunum því
það stendur undir myndunum hvað æfing-
arnar heita,“ segir Helga.
Eigum að spyrja börn hvað
þau vilja
Nálgunin er sem sagt önnur en hjá öðrum
félögum og gengur það afskaplega vel fyrir
iðkendahópinn. Iðkendur fá líka persónulega
skautabók.
Helga segir unnið eftir námsleið Special
Olympics, þar sem búið er að brjóta niður
allar æfingarnar, og iðkendur safni stjörnum
alla æfinguna.
„Þú færð stjörnu fyrir að mæta, fyrir að fara
inn á ísinn og fyrir að klára. Þetta er hvetjandi
kerfi. Við eigum nefnilega ekki að búa til ein-
staklinga sem bara hlýða og hafa ekki skoðun
á neinu. Við eigum að spyrja börnin hvað þau
vilja því annars erum við ekki að efla þau. Við
sjáum rosalega mikinn áhuga hjá krökkunum
og þetta er það sem íþróttir eiga að snúast
um, sjálfsefling,“ segir hún.