Skinfaxi - 01.03.2022, Page 36
36 S K I N FA X I
„Það varð algjör sprenging í fjölgun iðkenda
hjá okkur í haust,“ segir Sarah Smiley, þjálfari
hjá íshokkídeild Skautafélags Akureyrar.
Hún á enga skýringu á aukningunni að öðru
leyti en því að deildin eigi gott samstarf við
grunnskólann og börnum sé ekið þar í frístund.
„Akureyrarbær styrkir frístundaakstur og við
bjóðum börnum í 2.–4. bekk að æfa strax eftir
skóla, eftir klukkan tvö á daginn. Þau eru sótt
í skólann. Íshokkígallinn þeirra er geymdur í
Skautahöllinni, þau klæða sig í hann þar, fara
inn á ísinn og sömu leið til baka eftir æfinguna.
Rútan bíður eftir þeim til að skutla þeim aftur
upp í skóla. Þau eru síðan komin heim klukkan
fjögur á daginn. Þetta er annað árið sem við
bjóðum upp á þetta fyrirkomulag og það er
orðið mjög vinsælt. Krakkarnir hafa meiri orku
og mæta betur á æfingar. Foreldrar eru líka
himinlifandi því þeir þurfa ekki að skutla út
um allt,” segir Sarah.
Í íshokkídeildinni á Akureyri eru um 180 iðk-
endur undir 18 ára og svo um 50–60 iðkend-
ur yfir 18 ára. Skautahöllin er því löngu sprung-
in og ekki er nægur tími fyrir alla á ísnum.
„Iðkendum hefur fjölgað stanslaust síðast-
liðin 10 ár og í kjölfarið eru eldri flokkarnir okk-
ar orðnir miklu stærri en áður. Við höfum því
sprengt utan af okkur tímatöfluna. Það er í raun
jákvætt en vandamál, því við þurfum meiri
ístíma,“ segir Sarah.
Íshokkídeildin býður upp á svokallaðar „old
boys“-æfingar sem eru fyrir fullorðna leikmenn
sem eru hættir og líka „valkyrjuhóp“, sem er
fyrir fullorðnar konur sem eru allar vanar að
spila. Báðir hóparnir æfa á kvöldin. Sarah segir
að þau vanti skárri tímasetningar við æfingar
því hóparnir æfi frekar seint á kvöldin, á milli
klukkan níu og tíu.
Stanslaus fjölgun iðkenda í áratug
Krakkarnir hafa meiri orku þegar þau mæta með skólabílnum á æfingar,
segir Sarah Smiley hjá Skautafélagi Akureyrar.
„Það er mjög skemmtilegt að sjá hversu margir
sýna listskautum áhuga og endalaus fjöldi af
fólki bætist við og prófar. Við erum mjög ánægð
með byrjendastarfið eins og það er núna,“
segir Svala Vigfúsdóttir, formaður listhlaupa-
deildar Skautafélags Akureyrar. Félagið hefur
glímt við svolítil vandamál upp á síðkastið. Loka
þurfti starfseminni vegna framkvæmda um fimm
mánaða skeið og dró þá úr fjölgun byrjenda.
„Við vorum svolítið smeyk um framhaldið
og þróun mála þegar starfið fór af stað aftur.
En þetta hefur verið ótrúlega gott,“ segir Svala
og bætir við að ný stjórn deildarinnar hafi grip-
ið til ýmissa ráða til að auka sýnileika skauta-
íþróttarinnar.
„Við erum mjög virk á samfélagsmiðlum eins
og Instagram og Facebook, auglýstum starfið
þar og svo auglýstum við samhliða hokkíinu í
Dagskránni svo að þetta var úti um allt. Til við-
bótar buðum við upp á fría prufutíma í septem-
ber. Margt fólk kom að prófa og margir héldu
áfram. Við erum því mjög ánægð,“ segir Svala
og bendir á að iðkendur séu nú komnir yfir
fimmta tuginn en nær allir í yngri kantinum og
Listhlaupadeildin réðst í kynningarátak
Það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt, segir Svala Vigfúsdóttir hjá listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar.
„Annar æfingatími er einfaldlega ekki í boði
því við þurfum að koma keppnisflokkunum
fyrir á nógu margar æfingar. Við erum til í allt,
meira að segja æfingasvell á bak við skauta-
höllina,“ segir Sarah.
Sarah Smiley ásamt ungum iðkendum hjá Skautafélagi Akureyrar.
erfiðara sé að höfða til eldri iðkenda.
„Við reyndum einu sinni að hafa fullorðins-
námskeið til að bjóða eldra fólki að taka þátt í
starfinu. Í fría prufutímanum mættu 20 manns
og það lofaði rosalega góðu. En svo skráðu
sig bara tveir. Það er því miður enginn hópur
virkur fyrir fullorðna hjá okkur,“ segir Svala.
Skautafélagið var að byrja með skautahlaup,
sem er nýjung hjá félaginu. Í skautahlaupi eru
notaðir öðruvísi skautar með lengri blöðum.
Hlaupið snýst um að skauta hring eftir hring
og auka hraðann. Engin stökk eða aðrar
tiktúrur eru í skautahlaupi.
„Okkur finnst alltaf gaman að prófa eitthvað
nýtt. Þetta var mjög vinsælt fyrir nokkrum ára-
tugum, sérstaklega hérna á Akureyri. Og núna
er þjálfari búsettur hér sem var tilbúinn til að
prófa þetta með okkur og þá bara ákváðum
við að steypa okkur í skautahlaup!“ segir
Svala að lokum.
Keppandi á Reykjavíkurleikunum.