Skinfaxi - 01.03.2022, Page 38
38 S K I N FA X I
Eldri borgurum í Kópavogi líkar afar vel við verkefnið
Virkni og vellíðan. Kópavogsbær styrkir verkefnið
og tengir þar saman íþróttafélögin í bæjarfélaginu.
Virkni og vellíðan hlaut Hvatningarverðlaun UMFÍ.
„Fólk er afar ánægt og finnst gaman að hreyfa sig með öðrum. Þegar
þessir tveir þættir koma saman mætir fólk aftur. Það er mesti árangur,“
segir Eva Katrín Friðgeirsdóttir, verkefnastjóri Virkni og vellíðanar, verk-
efnis sem miðar að heilsueflingu fólks 60 ára og eldri í Kópavogi.
Eva og Fríða Karen Gunnarsdóttir, hinn verkefnastjórinn, stóðu fyrir
mælingum á árangri og vellíðan þátttakenda í byrjun desember. Um
Fólk hreyfir sig af
því að það er gaman
120 manns mættu í mælinguna í knattspyrnuhús HK í tveimur hollum.
Þátttakendur voru eldri borgarar í verkefninu sem hafa tekið þátt í
Virkni og vellíðan og var heilmikil gleði í röðum þeirra á meðan mæl-
ingarnar stóðu yfir. Þær tóku þó aðeins um klukkustund. Um mæling-
arnar sá Kristján Valur Jóhannsson, meistaranemi í íþróttafræðum við
Háskólann í Reykjavík, ásamt samnemendum í grunnnámi deildarinn-
ar. Markmið mælinganna var að kanna áhrif þjálfunarinnar á hreysti og
velsæld þátttakenda í verkefninu og verða niðurstöðurnar notaðar til að
þróa verkefnið áfram. Þær mynda líka grunn að vísindagrein um málið.
Heilsuefling til fyrirmyndar
Verkefnið Virkni og vellíðan miðar að heilsueflingu eldri borgara í
Kópavogi og er það samstarfsverkefni Kópavogsbæjar, Háskólans í
Reykjavík, Ungmennasambands Kjalarnesþings og íþróttafélaganna
þriggja í bænum, það er Breiðabliks, Gerplu og HK. Verkefnið hófst
árið 2020 og er til sex mánaða í senn eða þar til fólk skráir sig til áfram-
haldandi þátttöku. Ungmennasamband Kjalarnesþings hlaut Hvatn-
ingarverðlaun UMFÍ fyrir verkefnið í haust.
Eva Katrín segir þátttökuna í heilsueflingunni staðfesta árangurinn.
„Hluti af starfi okkar er að ná því fram sem gert er í barna- og unglinga-
starfi og tengja saman líkamlega og andlega þáttinn í lýðheilsu. Við
ætlumst ekki til þess að fólk hreyfi sig af því að það er gott heldur að
þetta verði vettvangur til að hitta vini og kunningja. Fólki finnst gaman
og þess vegna mætir það, aftur og aftur,“ segir Eva Katrín og bendir á
að 99% þeirra sem tóku þátt í Virkni og vellíðan á síðasta misseri hafi
skráð sig aftur nú í haust.
Yfir 200 eldri borgarar eru þátttakendur í Virkni og vellíðan í Kópa-
vogi og má skipta þeim í tvo hópa. Yngri þátttakendurnir sem eru nær
Virkni og vellíðan í hnotskurn
• Í hverjum hópi eru 15 einstaklingar.
• Hver hópur hittist tvisvar í viku, 45 mínútur í senn.
• Hver hópur mætir í misseri frá ágústlokum fram í miðjan
desember.
• Hver hópur fær kynningu á ýmsum greinum, jóga, zumba,
sundleikfimi, quigong og ýmiss konar fræðslu um heilsueflingu.
• Kópavogsbær styrkir verkefnið. Þátttakendur greiða lágt gjald,
3.500 krónur á mánuði.
• Þátttakendur og áhugasamir fá upplýsingar í gegnum
Facebook: Virkni og vellíðan.
• Hægt er að fá ítarlegri upplýsingar á
virkniogvellidan@gmail.com