Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.2021, Síða 23

Muninn - 01.04.2021, Síða 23
Oft hefur sá sem þetta ritar sagt að lokinni sýningu Leikfélags MA að þetta verði nú ekki toppað. Þannig var það í fyrra og hitteðfyrra og enn áður. Og þó að það mætti segja einu sinni enn verð ég að leyfa mér að segja að heildarsvipurinn á þessari blöndu af rokktónleikum, dansi og viðkvæmum leiknum atriðum hafi verið meiri en oft áður. Hjartagull er frábær og fjölbreyttur og áhrifaríkur listviðburður. Allur áttatíu manna skarinn sem að sýningunni stóð á lof skilið fyrir vel heppnað verk. Það er erfitt að nefna nöfn einstakra þátttakenda í svona samstilltu verki, en hjá því verður ekki komist að nefna þau fjögur sem mest á reynir í söng og leik, Rebekku Hvönn Valsdóttur og Birtu Karen Axelsdóttur og svo Þröst Ingvarsson og Pál Hlíðar Svavarsson. Leikhúsgestum er sett fyrir að sjá hvers vegna. Lengri gæti listinn verið. En þess er vert að geta að hljómsveitin lék splunkunýjar útsetningar á Naglbítatónlistinni sem Jóhanna Rún Snæbjörnsdóttir og Íris Orradóttir hafa gert af list og sú síðarnefnda stjórnaði hljómsveitinni á sviði. Danshöfundar og dansstjórar voru Sunneva Kjartansdóttir og Birta Ósk Þórólfsdóttir. Allt eru þetta nemendur skólans. Leikstjórinn og höfundurinn er sem fyrr segir Aron Martin Ásgerðarson og aðstoðarleikstjóri Egill Andrason. Þeir hafa fallið vel í hópinn. Uppselt var á tvær sýningar og töluvert selt af miðum á tvær til viðbótar þegar reiðarslagið féll, samkomutakmarkanir vegna Covid 19 skullu á aftur og leikhúsum og öðrum samkomustöðum var lokað fram yfir páska. Þetta minnti skelfilega á það þegar þurfti að blása af frábærar sýningar á Inn í skóginn á svipuðum tíma í fyrra. Þegar þessi lokaorð eru skrifuð logar allt í vonum um að unnt verði að slaka á samkomutakmörkunum og ég leyfi mér að vona að fleiri fái að njóta hins dýrðlega Hjartagulls. LMA á það að minnsta kosti skilið. - Sverrir Páll „„HJARTAGULL ER FRÁBÆR OG FJÖLBREYTTUR OG ÁHRIFARÍKUR LISTVIÐBURÐUR.“ 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.