Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.2021, Síða 28

Muninn - 01.04.2021, Síða 28
Einar Sigtryggs Uppáhaldslag: Ég var svo heppinn að vera unglingur þegar íslenska pönk- og nýbylgjan gekk yfir snemma á níunda áratugnum. Utangarðsmenn, Fræbbblarnir, Þeyr, Grýlurnar, Purrkur Pillnikk, Tappi Tíkarrass, Q4U, Egó og Baraflokkurinn. Þvílíka dæmið og þetta hitti sko allt í mark hjá mér. Ég var 13 ára fyrirmyndardrengur en margir vinir og skólafélagar voru á kafi í pönkinu og það gerði þetta tímabil enn skemmtilegra. Einn slagari stendur upp úr frá þessum tíma en það er lagið Rúdolf með Þeysurunum. Þetta voru þvílíkir gaurar og myndbandið við lagið var mjög ögrandi og töff. Þetta lag er algjör negla, hrátt og seiðandi. Tímalaus snilld. MA-lag: Vá. Mín MA-ár voru 1984-1988. Á fyrri tveimur menntaskólaárunum og reyndar á árunum á undan þá var allt að gerast í tónlistinni og mikil gróska. Hér er valið afar erfitt og vont að skilja eftir lög með U2, Simple Minds og Big Country, sem voru mín aðalbönd á þessum tíma. Ég var líka að fíla Duran Duran og íslensku ofurglansarana í Rickshaw. Á þessum árum þá þurfti maður að kaupa sér plötur eða taka upp tónlist úr útvarpinu til að geta hlustað á sína uppáhaldstónlist og mörg lög heyrði maður bara örsjaldan. Lagið sem ég ætla að velja hér er The Sun Always Shines on T.V. með a-ha. Ég man að ég var með vini mínum í heimsókn hjá Gunnu Hauks og Öldu Bjarna á herbergi 227 á gömlu vistinni þegar ég heyrði þetta lag fyrst. Það náði mér alveg frá byrjun og ég hef alltaf haldið upp á norsku frændur mína í a-ha. Seinna varð svo fyrrnefnd Alda kærastan mín og enn síðar eiginkona. Fallegasta lagið: Þetta var spurning um lagið Betra en nokkuð annað með Todmobile eða The Power of Love með Frankie Goes to Hollywood. Ég verð að velja The Power of Love og þá lengri útgáfuna, sem er með löngum angurværum inngangskafla og bæn áður en sjálfur söngurinn hefst. Ef menn eru í rómantískum hugleiðingum þá gæti þetta lag svo sem hentað. Ég hef samt alltaf tengt textann við það sem gerist þegar maður hefur lítið barn í höndunum. Ég verð alltaf meyr þegar ég hlusta á þetta lag. Ástin er það afl sem mestu skiptir og þetta lag fjallar í mínum huga um móður- eða föðurástina, það sannasta og sterkasta af öllu. Bíðið bara, þið munuð einhvern tímann skilja hvað ég á við. Betra en nokkuð annað verður samt örugglega spilað í útförinni minni. Lag sem ég kann utan að: Fyrsta platan sem ég keypti mér var Ísbjarnarblús með Bubba Morthens. Þá var ég 11 ára gamall. Ég hef alla tíð verið mjög hrifin af textunum hans Bubba og ég var fljótur að læra marga textana af þessari plötu. Svo þegar börnin mín fæddust þá fór ég að raula lögin af plötunni fyrir þau þegar ég var að koma þeim í draumalandið. Það virkaði ágætlega en stundum þurfti ég að syngja dálítið mikið. Þar sem ég á fjögur börn þá er ég búinn að raula þetta lag oftar en nokkuð annað. Það er langt frá því að vera eitt af þekktari lögum Bubba og heitir Þorskacharleston. Algjör snilld hjá kónginum. Kristinn Berg Uppáhaldslag: Sorrý, ég get engan veginn valið eitt uppáhaldslag. Tónlist snýst fyrst og fremst um tilfinningar fyrir mér og þess vegna er þetta líka breytilegt. Auðvitað á ég lög sem ég held meira upp á en önnur en þau eru bara svo mörg og getur verið misjafnt eftir dögum og hvernig „„fílingi“ ég er í. Þessi níu lög dýrka ég af ólíkum ástæðum, hins vegar gæti ég auðveldlega bætt við níu lögum í viðbót. Comfortably Numb – Pink Floyd Child in Time – Deep Purple Moonlight Shadow – Mike Oldfield Carry on Wayward Son – Kansas Don´t Stop Beleivin – Journey Keep on Rocking in the Free World – Neil Young Because the Night – Patty Smith/Bruce Springsteen, báðar útgáfur stórkostlegar. Morgunstemning – Edvard Grieg Bat out of Hell – Meat Loaf UPPÁHALDS LÖG KENNARA 26
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.