Muninn

Årgang

Muninn - 01.04.2021, Side 30

Muninn - 01.04.2021, Side 30
Textarnir eru margræðir í báðum lögum t.d. sagði Yorke að texttinn í P/A væri um fall rómverska keisaraveldisins en ég hef nú ekki enn náð því og fleiri líka. Það eru tilvísanir í Bítlana „„little piggy“ í laginu en undirtónninn er gagnrýni á eftirsókn eftir efnislegum hlutum og græðgi. Yorke fékk hugmyndina á veitingahúsi þegar hellt var sósu á gest í Gucci fötum...Hugsa frekar um náungann, sýna samkennd…Sjálft lagið er í sex mínútur og sett saman úr þremur lögum og magnað að hlusta á það. Reckoner er miklu fínna og mýkra lag. Textinn er um fallvaltleika lífsins. Menntaskólaárin: 1975 – Plata - Wish You Were Here – Pink Floyd Lag - Shine On You Crazy Diamond / til vara Wish You Were Here. Hlustaði mikið á tónlist og helst á framúrstefnutónlist – „„progressive rock“ - Frank Zappa – Gentle Giant – Santana – Genesis – Focus en ætli ég velji ekki lag af plötu Pink Floyd Wish You Were Here sem kom út 1975 – Okkur þótti platan mikið stöff og flott að hlusta á lögin í góðum hljómtækjum sem allir vildu eiga. Pink Floyd hafði gefið út 1973 - Dark Side of The Moon sem við hlustuðum mjög mikið á – en svo kemur Wish You Were Here og ekki þótti okkur hún vera verri. Kannski „„harðari.“ Shine On You Crazy Diamond – óður til Syd Barrett sem lagði grunninn að hljómsveitinni en þoldi ekki álagið að verða frægur og missti þráðinn í lífinu vegna eiturlyfja– „„Remember when you were young and you shone like the sun “ – Til er sú saga að Syd Barrett hafi rekið inn andlitið þegar þeir voru einmitt að taka upp lagið. Fallegasta lagið: Ekki erfitt að velja í þetta skipti. Enn vel ég tvö lög. 1. Clair de Lune við ljóð franska skáldsins Paul Verlaine - Claude Debussy - tær tónlist/impressionismi á hátindi sínum Ljóðið er frá 1869 en verkið frá 1905. 2. Corrida eftir Francis Cabrel - Lagið er um naut sem er að mæta örlögum sínum - sjónarhorn nautsins - FC 1953 er af þessari frönsku sönglagahefð eins og t.d. Georges Brassens, Jacques Brel - feikilega vinsæll í Frakklandi – býr í smábæ 33000 manns í Suðvestur Frakklandi - góður gæi/hippi. 3. Olé - John Coltrane - 19 mínútur af hugmyndaríkri snilld – kallinn er langt á undan sínum tíma – Blandar saman Flamenco og Afríku. Frá 1961. En Blue in Green eða All in Blues af plötunni Kind of Blue. Erfitt að velja. Lag sem ég kann utan að: Kann búta úr fullt af lögum. Sumar á Sýrlandi - með Stuðmönnum - 1975 - Mikil stuðplata í öllum partíum – ekki vitað hverjir voru á ferðinni en þetta voru Jakob Magnússon og félagar úr Spilverki Þjóðanna. Út á stoppustöð Ég skunda nú með flösku í hendi Í partíi hjá Stínu stuð Ég stóla að ég lendi Með bros á vör ég bíð Og vona að bráððum komi bíllinn Í veislunni er voðalið Og valinkunnur skríllinn Hæ Stína Stuð Halló Kalli og Bimbó Hér er kátt á hjalla Og hér ég dvelja vil 28

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.