Muninn

Årgang

Muninn - 01.04.2021, Side 37

Muninn - 01.04.2021, Side 37
Hver er helsta fyrirmynd þin - uppáhaldshönnuður? Belgíski hönnuðurinn Raf Simons hefur notið mikilla vinsælda undanfarið. Að mínu mati er Raf einn áhrifamesti hönnuður okkar tíma. Belginn hefur afrekað margt um tíðina og unnið til fjölda verðlauna. Hann vann lengi vel sem hönnuður hjá merkjunum Christian Dior og Prada. Frá upphafi hefur Raf verið þekktur fyrir að framleiða vel gerð föt úr góðu efni en það sem gerir hann einstakan eru vel valdar litasamsetningar og minimalískur hönnunarstíll sem skapa föt sem mætti halda að væru úr framtíðinni. Ef þú værir flík, hvaða flík værir þú? Ef ég væri flík þá væri ég fallegt skópar. Þegar ég fyrst datt inn í tískuheiminn byrjaði ég einungis að fylgjast með skóm. Uppáhalds hönnuðirnir mínir á þeim tíma voru þau Vivienne Westwood og Tinker Hatfield. Peysan er frá merkinu Burberry, hún er heldur gömul en var framleidd árið 1980. Ég keypti hana úr fatabúðinni Spúútnik í Reykjavík. Flíkin er úr fínni breskri ull og er klædd með rúskinn leðri á bæði olnbogum og öxlum. Bolurinn var keyptur í Geysi (rip) fyrir u.þ.b. ári. Hann var hannaður í samstarfi við fatalurkana Raf Simons og Fred Perry, aftan á bolnum má sjá tvo stráka í pilsum og hælaskóm. 35

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.