Muninn

Volume

Muninn - 01.04.2021, Page 38

Muninn - 01.04.2021, Page 38
Vissulega er tíska, líkt og svo margt annað, mjög persónubundin. Það fíla alls ekki allir það sama en þrátt fyrir það sit ég í eldhúsinu mínu og skrifa þennan texta um hvað mér finnst um tísku. Flest okkar eiga einhverjar fyrirmyndir sem við lítum upp til þegar kemur að tísku, hvort sem það er Bella Hadid eða Adam Sandler. Ég leita mikið til bestu vinkonu minnar, Hrefnu Logadóttur, þegar það kemur að þessum málum. Enda er hún ekkert eðlilega töff að mínu mati, hún klæðir sig af miklu sjálfstrausti og ef þið sjáið mig í flottum buxum eða einhverjum sérstaklega hawt bol þá gæti vel verið að ég hafi „fengið hann í láni“ hjá henni. Auðvitað upplifi ég mig sem ungling sem fæddist á vitlausum áratug og held því fram að ljós mitt hefði skinið enn bjartar á tímum foreldra minna, í kringum 1990. Ég fæ mikinn innblástur af gömlum myndum af þeim á tónlistarhátíðinni Roskilde og nota mikið af gömlum flíkum af þeim báðum. Eins og flestir á mínum aldri er ég allt of mikið á Pinterest og Tiktok og oft fæ ég innblástur fyrir klæðnað dagsins þaðan. Dögun Halls @dogun.halls 36

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.