Muninn

Volume

Muninn - 01.04.2021, Page 47

Muninn - 01.04.2021, Page 47
„„ÞAÐ VAR MARGT SEM TELST MJÖG SKRÍTIÐ Á ÍSLANDI EN TELST FULLKOMLEGA EÐLILEGT Í BRASILÍU, T.D. ÞAÐ AÐ ÞURFA HENDA KLÓSETTPAPPÍRNUM Í RUSLIÐ EN EKKI KLÓSETTIÐ SJÁLFT.“ Afhverju Brasilía? Carnival og tónlist hafa alltaf heillað og mig langaði að fara á heitan stað, langt í burtu. Mig langaði heldur ekki að fara til enskumælandi lands, því mig langaði að læra nýtt tungumál. Hvað var það helsta sem þú lærðir? Ég lærði rosalega mikið um samskipti, að opna mig og treysta fleirum. Í skiptináminu kynntist ég allskonar menningu og lærði þ.a.l. að bera virðingu fyrir menningu mismunandi landa ásamt því að hafa lært portúgölsku. Ég er líka ótrúlega þakklát fyrir að hafa kynnst svona mörgum og er ég ennþá í samskiptum við marga næstum því daglega. Hver var helsti menningarmunurinn? Það er eiginlega allt ólíkt við Brasilíu og Ísland. Konur og karlar féllu nákvæmlega undir staðalímyndir kynjanna. Strákar þurfa alltaf að spyrja feður stúlknanna hvort þeir megi byrja með þeim og fjölskyldurnar voru yfir höfuð mjög nánar. Það var margt sem telst mjög skrítið á Íslandi en telst fullkomlega eðlilegt í Brasilíu, t.d. það að þurfa henda klósettpappírnum í ruslið en ekki klósettið sjálft. Hvers saknarðu mest við Brasilíu? Ég sakna sérstaklega matarins og veðursins . Á sumrin verða oft 40 gráður sem er ótrúlega heitt. Ég sakna líka fólksins og brasilísku menningarinnar. Það er bara eins og að ímynda sér dansa og allir glaðir. Einhver ráð til þeirra sem langar að fara í skiptinám? Verið óhrædd að stökkva í djúpu laugina, þetta er svo gaman og maður lærir mjög mikið á þessu. Skiptinámið er svo skemmtilegt en að sjálfsögðu koma slæmir dagar en þá er mikilvægt að láta þá ekki eyðileggja góðu daganna. 45

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.