Muninn

Volume

Muninn - 01.04.2021, Page 77

Muninn - 01.04.2021, Page 77
Ég var í áttunda bekk þegar ég lærði um femínisma. Samt sem áður var það ekki fyrr en ég kom heim eftir skiptinema árið mitt til Kosta Ríka sem ég gerði mér grein fyrir því hversu mikilvægur femínismi er í raun og veru. Það er mikið sem við þurfum að gera betur hérlendis, ekki aðeins fyrir okkur sjálf heldur líka til að setja gott fordæmi fyrir aðrar þjóðir. Ég ákvað fyrir sirka þremur árum að gera allt sem ég gæti til að stuðla að bættu samfélagi. Ég sat í stjórn femMA í tvö ár og byrjaði að skrifa greinar sem voru síðan birtar í fjölmiðlum. Boltinn byrjaði þannig að rúlla hjá mér þegar ég bjó til fyrirlestur um jafnrétti kynjanna fyrir grunn- og framhaldsskóla. Fyrirlesturinn byrjaði sem ákveðið “hobby” en síðan hlaut ég styrk frá Norðurorku til að halda verkefninu gangandi og þegar hann kláraðist fór ég að vinna sem fyrirlesari hér fyrir Norðan. STEFANÍA SIGURDÍS Í fyrra fór ég síðan af stað í samstarfi við N4 með sjónvarps- og hlaðvarpsþættina VAKNAÐU þar sem við fjölluðum um jafnréttismál og femínisma. Ég hef fengið tækifæri til að vinna með jafnréttisstofu að skemmtilegum verkefnum meðal annars við greinaskrif og haldið erindi á nokkrum opinberum ráðstefnum/viðburðum. Síðasta sumar fékk ég hvatningarverðlaun Frístundaráðs Akureyrarbæjar fyrir framlag mitt til jafnréttisfræðslu. Í haust er ferðinni heitið til Svíþjóðar þar sem ég mun hefja BA nám í mannréttindum við háskólann í Malmö. Þú þarft ekki að vera stjórnmálakona/maður, frægur eða hvað sem það nú er til að hafa áhrif. Það geta allir lagt sitt af mörkum til að taka þátt í og stuðla að jafnrétti á Íslandi. fyrrum MA-ingur on a mission @mollycarolb @viggieinars @binnimh @frumleg @arnaruun @ k a r i _ t h o r _ b a r r y 75

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.