Muninn

Årgang

Muninn - 01.04.2021, Side 79

Muninn - 01.04.2021, Side 79
MINNINGARGREIN Ég hef, frá blautu barnsbeini, borðað Cocoa Puffs í morgunmat um helgar. Það var fátt betra en að fara inn í eldhús á sunnudagsmorgni, hella Cocoa Puffs og mjólk í skál, setjast í sófann fyrir framan Finnboga og Felix og njóta súkkulaðidýrðarinnar. Enn þann dag í dag fæ ég mér Cocoa Puffs. Nema undanfarin ár hefur það verið daglega og ég fæ mér aldrei Cheerios með. Foreldrar mínir hafa reynt af bestu getu að sannfæra mig um að minnka neysluna og þau segja að ég eigi við vandamál að stríða. Ég hlusta ekki á þau. Ég er að minnsta kosti ekki vera að sprauta mig með óþekktum efnum og skítugum nálum líkt og ákveðnir jafnaldrar mínir. Í fyrradag sá ég frétt um að búið væri að banna Cocoa Puffs á landsvísu. Á augnabliki sá ég barnæsku mína fljúga út um gluggann, skjótast út á götu og hoppa fyrir næsta strætó. Þetta getur ekki verið hugsaði ég með mér. Ég hljóp út í bíl og keyrði í Bónus. Cocoa Puffsið var búið. Hagkaup, búið. Nettó, búið. Krambúðin, það voru þrír pakkar eftir. Ég keypti þá alla og keyrði heim. Þeir kláruðust áður en dagurinn var á enda. Ég ligg hreyfingarlaus í rúminu, hef ekki hreyft mig í rúman sólarhring. Mér er óglatt og ég hef enga orku. Í hvert skipti sem ég loka augun sé ég súkkulaðidýrðina fyrir mér. Ég brest í grát. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður kyssa blómið hversu dýrðlegt fannst mér það. Finna hjá þér ást og unað yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei það er minning þín. Cocoa Puffs 77

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.