Mosfellingur - 06.04.2023, Síða 18
Listasalur Mosfellsbæjar
Litlar lindir og skógarbað
- Bókasafn og Listasalur Mosfellsbæjar18
Í loftinu má greina skógarangan og fugla-
söngur ómar á sýningu Rósu Traustadóttur,
Áhrifavaldur = Shinrin Yoku sem opnaði í
Listasal Mosfellsbæjar 18. mars. Á sýning-
unni gefur að líta vatnslitaverk sem bera
þess merki að skógurinn er áhrifavaldur í
sköpun Rósu. Laugardagurinn 15. apríl er
lokadagur sýningarinnar og er boðið upp á
listamannaspjall kl. 14-16 þann dag.
Í sýningunni Litlar lindir sem opnar
í Listasal Mosfellsbæjar 22. apríl rann-
saka myndlistakonurnar Berglind Erna
Tryggvadóttir og Geirþrúður Einarsdóttir
sögu Mosfellsbæjar. Myndlistakonurnar
tengja eigin sögu saman við sögu bæjarins,
umhverfi og landslag, náttúruleg fyrirbrigði
og minningar sem fléttast uppvexti seint á
síðustu öld.
Berglind Erna hefur unnið mikið með
gjörninga, innsetningar, fundna hluti og
ljósmyndun þar sem hún tekst m.a. á við
mannleg samskipti, tilfinningalíf og minn-
ingar, á meðan Geirþrúður hefur unnið
meira með hefðbundnari form í listsköpun
sinni og undanfarið hefur hún einbeitt sér
að málverkinu. Í þeim verkum mótar fyrir
formi landslags á hör og bómullarstriga
sem skapa þrívíða mynd.
Öll velkomin á opnun kl. 14-16 laugar-
daginn 22. apríl.
Áttu fræ sem þú ætlar ekki að nota? Bóka-
safn Mosfellsbæjar er að safna í fræsafn.
Tekið er á móti kryddjurta-, matjurta- og
sumarblómafræjum í afgreiðslu safnsins.
Athugið að merkja fræin með heiti á
íslensku, ensku eða latínu. Þegar allt er til
reiðu verður fræsafnið opnað með pompi
og pragt, og allir geta prófað sig áfram í
ræktun.
Bókasafn Mosfellsbæjar
Til eru fræ
Blómleg vika
í Bókasafni
Mosfellsbæjar
17.-21. apríl
Vorskreytingar
17. apríl 16:30
Valgerður Jóndís Guðjónsdóttir
blómahönnuður sýnir réttu handtökin
við gerð fallegra vorskreytinga.
Fjölæringar
18. apríl 16:30
Embla Heiðmarsdóttir, umhverf-
isskipulagsfræðingur, fjallar um
fjölæringa í heimilisgörðum.
Vorverkin í garðinum
21. apríl 16:30
Auður Ingibjörg Ottesen, ritstjóri
tímaritsins Sumarhúsið og garðurinn,
fjallar um vorverkin í garðinum.
Plöntuskiptimarkaður
17.-22. apríl
Plöntuskiptimarkaður hjá bókasafninu.
Öllum ræktendum velkomið að skipt-
ast á plöntum og græðlingum. Kjörið
tækifæri til að deila með öðrum.