Mosfellingur - 06.04.2023, Page 32
- Íþróttir32
Fit Pilates
Súperform 24. APRÍL
18. APRÍL
og yfir 50 opnir tímar á viku
Skráning og nánari upplýsingar á worldclass.is
Mosfellsbær
Mosfellska hljómsveitin KALEO mun aug-
lýsa áfram framan á treyjum meistaraflokks
karla í fótbolta hjá Aftureldingu áfram
næstu tvö árin.
Það var fyrir keppnistímabilið 2021 sem
þetta sögulega samstarf hófst en ekki er
vitað til þess að heimsfræg hljómsveit hafi
áður auglýst framan á treyjum hjá íslensku
félagi.
Strákarnir í KALEO hafa mikla tengingu
við Aftureldingu því Jökull Júlíusson söngv-
ari, Davíð Antonsson trommari og Daníel
Kristjánsson bassaleikari æfðu allir í yngri
flokkum Aftureldingar á sínum tíma. Jökull
æfði með Aftureldingu upp í 3. flokk áður
en tónlistin tók stærri sess í lífi hans.
Jökull skrifaði undir nýjan samning fyrir
hönd KALEO á glæsilegu 400 manna steik-
arkvöldi meistaraflokks karla í íþróttahús-
inu að Varmá í mars.
„Þetta er ótrúlega skemmtilegt samstarf.
Við erum heiðraðir og stoltir af þessu. Við
vonumst til að gera þetta áfram eins lengi
og við getum,” sagði Jökull eftir undirskrift.
Sögulegt samstarf • Undirritað á 400 manna steikarkvöldi
Hljómsveitin KALEO
áfram framan á
keppnistreyjunum
MHG verslun keypti áritaðan gítar á uppboði á herrakvöldinu og styrkti myndarlega við bakið á
strákunum fyrir komandi keppnistímabil en stefnan er tekin á sæti í úrvalsdeild áður en langt um líður.
Gísli Elvar Halldórsson formaður meistaraflokksráðs karla, Jökull Júlíusson söngvari KALEO og Magnús
Már þjálfari Aftureldingar við undirritun áframhaldandi styrktarsamnings. Fyrir framan má sjá
glænýja treyjuliðsins sem var afhjúpuð á fjölmennu Steikarkvöldi í íþróttahúsinu að Varmá.
M
yn
di
r/
Ra
gg
iÓ
la