Mosfellingur - 11.05.2023, Síða 4
www.lagafellskirkja.is
kirkjustarfið HelgiHald næstu vikna
- Bæjarblaðið í 20 ár4
Viktoría Unnur nýr
skólastjóri Krikaskóla
Viktoría Unnur Viktorsdóttir
hefur verið ráðin í starf skólastjóra
Krikaskóla frá og með 1. júní. Alls
sóttu 11 einstaklingar um starfið og
var Viktoría Unnur metin hæfust.
Hún er með B.Ed.
gráðu frá KHÍ,
með áherslu á
kennslu yngri
barna, með
diplómanám á
meistarastigi í
jákvæðri sálfræði
frá Endur-
menntun Háskóla Íslands og er að
ljúka meistaragráðu í stjórnun og
forystu í lærdómssamfélagi frá HA.
Viktoría Unnur hefur starfað sem
grunnskólakennari í Norðlingaskóla
og verið verkefnastjóri og tengiliður
við Háskóla Íslands í samevrópsku
verkefni sem stuðlar að seiglu og
þrautseigju hjá nemendum. Þá
hefur hún reynslu af starfi sem
deildarstjóri í leikskóla.
sunnudagur 14. maí
Kl. 11: Blessunarguðsþjónusta í Lága-
fellskirkju fyrir skírnarbörn vetrarins.
Stundin verður með krílasálmasniði í
umsjá Guðlaugar Helgu og Áslaugar
Helgu djákna.
sunnudagur 21. maí
Kl. 11: Kveðjumessa sr. Ragnheiðar
Jónsdóttur. Veglegt messukaffi í
safnaðarheimilinu, Þverholti 3 í boði
sóknarnefndar eftir messuna.
Kl. 11: Útvarpsmessa frá Lágafellskirkju
sem tekin var upp vikunni áður. Útvarp-
að á Rás 1.
sunnudagur 28. maí
Fermingarguðsþjónustur kl. 10:30 og
13:30 í Lágafellskirkju. 28 ungmenni
fermd í tveim athöfnum.
sunnudagur 4. júní
Kl. 20: Guðsþjónusta í Lágafellskirkju.
Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir
guðfræðingur leiðir stundina.
Heilunarguðsþjónusta
Fimmtudaginn 18. maí kl. 20 verður
heilunarguðsþjónusta í Lágafellskirkju.
Umsjón: sr. Arndís, sr. Henning Emil,
Vigdís og hópur græðara.
kyrrðardagar í Mosfellskirkju
Verða laugardagana 20. og 27. maí. Á
þessum laugardögum verður dagskrá
frá 9:00 til 11:00 í og við kirkjuna.
Upplýsingar og skráning á lagafells-
kirkja@lagafellskirkja.is.
sumarnámskeið lágafellssóknar (sjá
auglýsingu) Upplýsingar og skráning
í fullum gangi á heimasíðunni okkar.
Lofum stuði og ævintýrum í sumar!
Rafræn fermingarskráning fyrir 2024
Upplýsingar og skráning á heimasíð-
unni okkar, www.lagafellskirkja.is
Íþrótta- og tómstundanefnd veitir styrki í formi launa yfir sumartímann • 20 umsóknir
efnileg ungmenni fá styrk
Á dögunum veitti íþrótta- og tómstunda-
nefnd Mosfellsbæjar styrki til ungra og
efnilegra ungmenna.
Styrkirnir eru í formi launa yfir sum-
artímann og eru greiddir í samræmi við
önnur sumarstörf hjá Mosfellsbæ.
Markmiðið er að gefa einstaklingum
sem skara framúr færi á að stunda sína list,
íþrótt eða tómstund yfir sumartímann.
Við valið er stuðst við reglur sem byggja
á vilja Mosfellsbæjar til að koma til móts
við ungmenni sem vegna listar, íþróttar eða
tómstundar sinnar eiga erfitt með að vinna
launuð störf að hluta til eða að öllu leyti yfir
sumartímann.
Í ár bárust 20 umsóknir. Allir umsókn-
araðilar eru sannarlega vel að styrknum
komnir og íþrótta- og tómstundanefnd
þakkar öllum aðilum fyrir sínar umsóknir.
Styrkþegar sumarsins eru sjö:
Eydís Ósk Sævarsdóttir, hestar/píanó
Heiða María Hannesdóttir, myndlist
Lilja Sól Helgadóttir, tónlist/tónsköpun
Logi Geirsson, brasilískt jiu jitsu
Sara Kristinsdóttir, golf
Sigurjón Bragi Atlason, handknattleikur
Sævar Atli Hugason, knattspyrna
styrkþegar ásamt nefndarfólki
Mikil eftirspurn er eftir lóðum við Úugötu
í Mosfellsbæ en alls bárust 98 tilboð í lóðir
fjögurra fjölbýlishúsa og sjö lóðir fyrir
nokkurra eininga raðhús.
Við Úugötu er skipulögð byggð um 150
íbúða sem verður fjölbreytt og blönduð
í hlíð á móti suðri. Áformað er að síðari
úthlutun lóða á svæðinu muni eiga sér
stað næstkomandi september. Um er að
ræða þann hluta hverfis sem einkennist
af sérbýlishúsaeign, þá að mestu einbýl-
is- og parhúsalóðir. Lóðirnar eru ofar í
suðurhlíðum Helgafells og njóta þannig
sólar frá morgni til kvölds og útsýnis yfir
Mosfellsbæ.
Ánægjulegt að sjá mikla þátttöku
Bæjarráð fer með úthlutun lóða að lok-
inni yfirferð allra tilboða. Hverri lóð verður
úthlutað til þess aðila sem gerir hæst tilboð
í viðkomandi lóð, enda uppfylli tilboð við-
komandi aðila skilyrði úthlutunarskilmála,
þar á meðal um hæfi tilboðsgjafa.
„Það er mjög ánægjulegt að sjá hversu
mikil þátttaka varð í útboðinu á lóðum við
Úugötu í hlíðum Helgafells. Eftirspurnin
endurspeglar annars vegar vinsældir sveit-
arfélagsins til búsetu og hins vegar stað-
setningu lóðanna sem eru í suðurhlíðum
Helgafellslandsins.
Í haust fer svo síðari hluti úthlutunar
lóða við Úugötu fram en í þeim hluta
verður meira sérbýli í boði,“ segir Regína
Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar.
Úugata er hluti af nýlegu og einkar að-
laðandi hverfi Helgafells og er gatan nefnd
eftir kvenpersónu úr bókum Halldórs Lax-
ness, líkt og aðrar götur í hverfinu.
Mosfellsbær vígði síðasta hluta nýs
grunnskóla Helgafells árið 2021 og vinnur
nú að byggingu íþróttasalar og nýs leikskóla
fyrir hverfið.
Ráðin framkvæmda
stjóri lækninga
Árdís Björk Ármannsdóttir
hefur verið ráðin framkvæmdastjóri
lækninga á Reykjalundi. Árdís
útskrifaðist sem læknir frá Háskóla
Íslands árið 2008.
Að auki hefur
hún sérfræðileyfi
í endurhæfingar-
lækningum. Hún
hefur undanfarin
ár verið yfir-
læknir og sinnt
stjórnun við
Södra Älvsborgs Sjukhus í Borås í
Svíþjóð. Árdís segir framkvæmda-
stjórastöðuna á Reykjalundi vera
mjög spennandi og lítur jafnframt á
Reykjalund sem frábæran vinnustað
með mikla möguleika. Hún hefur
brennandi áhuga á endurhæfingu
og sér gríðarleg tækifæri í að fá að
taka þátt í að móta og þróa endur-
hæfingu á Íslandi til framtíðar. Árdís
kemur að fullu til starfa síðsumars
en mun þó hefja störf að hluta í
júní. Stefán Yngvason, núverandi
framkvæmdastjóri lækninga, hefur
sagt upp störfum að eigin ósk en
mun gegna starfinu fram á sumar
þar til Árdís tekur við keflinu.
98 tilboð bárust • 4 fjölbýlishús og 7 raðhús • Síðari úthlutun 5. áfanga áætluð í haust
mikil eftirspurn eftir lóðum
við Úugötu í Helgafellshverfi
félagsmenn BsrB samþykkja verkfall
Í Mosfellsbæ samþykktu 97% • Gæti byrjað að hafa áhrif í skólum í næstu viku
Meira en níutíu prósent félagsmanna BSRB
hafa samþykkt að hefja verkfall. Um er að
ræða starfsmenn í leik- og grunnskólum og
frístundaheimilum Kópavogs, Garðabæjar,
Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.
Í Mosfellsbæ samþykktu um 500 félags-
menn, 96,83%, verkfallsboðun.
Þá munu verkfallsaðgerðir sveitarfélaga
hefjast 15. og 16. maí en aðgerðir geta náð
víðar fari atkvæðagreiðsla svo.
„Félagsfólk okkar virðist hafa verið löngu
tilbúið í verkföll, fólk ætlar ekki að láta
þetta misrétti yfir sig ganga ofan á allt og er
tilbúið til að leggja niður störf til að knýja
fram réttláta niðurstöðu,“ segir Sonja Ýr
Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
„Sveitarfélögin hafa þó enn tækifæri til
að sjá að sér og koma til móts við starfsfólk
sitt en hingað til hefur samningsviljinn
verið enginn,“ sagði Sonja.
Ríkissáttasemjari hefur boðað samn-
inganefndir BSRB og Sambands íslenskra
sveitarfélaga á fund á föstudaginn kl. 13.