Mosfellingur - 11.05.2023, Page 22
- Fréttir úr bæjarlífinu22
Gróðurhúsið á efstu hæð Helgafellsskóla
var tekið í notkun á þessu skólaári. Það
hefur sprungið út nú á vormánuðum við
mikla ánægju nemenda og starfsfólks.
Nemendur taka þátt í öllum þáttum
ræktunarstarfsins; Sá, dreifplanta, um-
potta, vökva og allt mögulegt. Nemendur
hafa farið heim með salat, kryddjurtir og
sumarblóm í endurnýttum plastumbúð-
um að heiman. Þeir rækta einnig salat
og kryddjurtir sem þeir hafa aðgang að í
mötuneyti skólans allan skóladaginn.
Þá hafa nemendur í smíði tekið þátt í að
hanna og smíða bekki, borð og vermireiti
fyrir gróðurhúsið.
Þessa vikuna er góðgerðarvika í Helga-
fellsskóla og verður opið hús frá hádegi
föstudaginn 12. maí.
Þar munu nemendur selja afrakstur
ræktunarinnar, opna kaffihús og margt
fleira til styrktar fræðslunefnd fatlaðra hjá
Hestamannafélaginu Herði og Reykjadal,
sumarbúða Styrktarfélags lamaðra og fatl-
aðra.
„Við hvetjum alla til að koma og kynna
sér verkefni góðgerðarvikunnar í Helga-
fellsskóla og leggja góðu málefni lið í
leiðinni,“ segir Margrét Lára Eðvarðsdótt-
ir, garðyrkjufræðingur og smíðakennari
Helgafellsskóla.
Góðgerðarvika í Helgafellsskóla • Opið hús á föstudag
Gróðurhús skólans
að springa út
Bílamálari
óskast
Fimm stjörnu málningar- og réttingaverkstæði
vantar bílamálara til starfa.
Faglærðan aðila og íslenska skilyrði.
Verkstæði með gæðakerfi og hátt þjónustustig.
Upplýsingar veitir Gunnlaugur Jónsson í síma 697-7685.
R É T T I N G AV E R K S TÆ Ð I
Jóns B. ehf
Flugumýri 2, Mosfellsbæ
www.jonb.is
Nýr ærslabelgur
á vestursvæðinu
Nýr ærslabelgur hefur litið dagsins ljós í Höfðahverfinu. Þetta er þriðji ærslabelgurinn
sem settur hefur verið upp í Mosó en fyrir eru þeir á Stekkjarflöt og í Ævintýragarði. Ljóst
er að krakkarnir í hverfinu eru hoppandi kátir með þessa nýjung en ærslabelgurinn er
staðsettur á milli Rituhöfða og Svöluhöfða.
hoppað í höfðahverfinu
Næsta blað kemur út: 8. júNí
Efni og auglýsingar
skulu berast fyrir kl. 12,
mánudaginn 5. júní.
mosfellingur@mosfellingur.is