Mosfellingur - 11.05.2023, Blaðsíða 38
- Bæjarblað í 20 ár38
Mosfellingurinn Lilja Sól Helgadóttir er að
taka þátt í sex manna úrslitum í samkeppni
SS Pylsur/Skúrsins á Vísir.is
Þar spilar hún útsetningu sína á SS pylsu
auglýsingastefinu í flutningi Stórsveitar
Menntaskóla í tónlist sem samanstendur af
13 blásturshljóðfærum auk rythmasveitar.
Í lokaútgáfunni sér Kjalar Martinsson Koll-
mar, Idol stjarnan og þátttakandi í Söngva-
keppni Sjónvarpsins, um sönginn.
Mjólkin komin út á Spotify
Lilja Sól er einnig að taka þátt í keppn-
inni með sitt fyrsta frumsamda lag, Mjólkin,
sem kom út á Spotify á dögunum. Textinn
fjallar um hversu góð mjólkin er fyrir okkur
... alveg út í það að „við þurfum ei lengur
blóð“.
Lagið er raftónlist með mörgum lögum af
seiðandi söng hennar og saxófónspili inn-
blásnu af jazz spuna. Lilja Sól samdi lagið,
útsetti, spilaði á öll hljóðfæri og söng.
Textinn er eftir Elías Steinarsson.
Í Skólahreysti og skólahljómsveit
Lilja Sól er nemandi á öðru ári í Mennta-
skóla í tónlist en þar spilar hún bæði á klar-
inett og alto saxófón. Hún lauk námi í Lága-
fellsskóla 2021 og tók þátt í Skólahreysti
fyrir hönd skólans bæði í 9. og 10. bekk.
Lilja Sól hefur spilað með Skólahljómsveit
Mosfellsbæjar frá 2015.
Hægt er að kjósa bæði lögin frá Lilju Sól á
vef Vísis undir „Lífið“ eða kíkja á Instagram
@LiljaSolH og finna beina slóð á kosninga-
síðuna.
Lilja Sól komin í 6 manna úrslit • 17 ára saxófónleikari
Endurgerir nýja útgáfu
af SS pylsu-laginu
blásið til sóknar