Mosfellingur - 11.05.2023, Page 44

Mosfellingur - 11.05.2023, Page 44
Í eldhúsinu Hildur og Hjölli skora á Ásdísi og Úlla að deila með okkur næstu uppskrift í Mosfellingi Fljótlega pítsan með indversku ívafi hjá hildi og hjölla - Heyrst hefur...44 heyrst hefur... ...að búið sé að opna Serrano og kaffihúsið Gloríu í Bjarkarholtinu. ...að Hanna mannauðsstjóri Mosfells- bæjar sé hætt störfum. ...að handboltaundrið Þorsteinn Leó hafi spilað sinn fyrsta A-landsliðsleik á dögunum. ...að það sé kominn nýr ærslabelgur í Höfðahverfi. ...að tæplega 100 umsóknir hafi borist í nýjar lóðir við Úugötu í Helgafells- hverfi. ...að búið sé að loka Hlöllabátum í Bankanum. ...að Hrafnhildur Svendsen hafi orðið sextug á dögunum. ...að mosfellska hljómsveitin Gildran ætli að koma saman á ný í Hlégarði í október. ...að Steindi verði með pubquiz í Bankanum á föstudagskvöldið og dj Geiri Slææ þeyti skífum fram á nótt. ...að Langi Seli og Skuggarnir séu meðal þeirra sem munu koma fram á 17. júní dagskránni við Hlégarð í sumar. ...að Blær sé byrjaður að spila aftur með Aftureldingu eftir ótrúlega endurheimt eftir slæm meiðsli fyrir tæpum þremur vikum. ...að 270 peysurnar sem allir eru að tala um fáist nú í afgreiðslunni í íþróttahúsinu að Varmá. ...að verið sé að opna pílusal á Ásláki. ...að fyrsti heimaleikur sumarsins í fótboltanum verði á Framvelli í Úlfarsárdal á föstudag en verið er að endurnýja gervigrasið að Varmá. ...að myndlistarsýning eldri borgara standi nú yfir í anddyri Lágafells- laugar. ...að Rúnar og Bylgja hafi fagnað tvö- földu fimmtugsafmæli um helgina. ...að kveðjumessa sr. Ragnheiðar verði haldin í Lágafellskirkju sunnudaginn 21. maí. ...að nýju KALEO treyjurnar verði til sölu á fyrsta heimaleik sumarsins í fótboltanum. ...að Stuðmaðurinn Valgeir Guðjóns- son mæti með gítarinn í Hlégarð 8. júní þar sem hann segir sögur og syngur smellina sína. ...að Mugison sé að undirbúa útitón- leika í Álafosskvos í byrjun sumars. ...að þriðji leikur Aftureldingar við Hauka í handboltanum fari fram í kvöld að Varmá. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. ...að KB þrautin fari fram í fjórða sinn laugardaginn 20. maí en um er að ræða skemmtilegt þrautahlaup í umhverfi Mosfellsbæjar. ...að 4. flokkur Aftureldingar verði með fótboltamaraþon í Fellinu 18. maí og sé að safna áheitum. ...að Palla Open styrktargolfmótið fari fram á Hlíðavelli laugardaginn 10. júní. mosfellingur@mosfellingur.is Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Leó Máni fæddist þann 3. apríl, hann var 3460 gr og 51 cm. Foreldrar hans eru Ísak Máni Viðarsson og Kamilla María Sveinsdóttir. Leó Máni er þeirra fyrsta barn og var hann skírður þann 6. maí. Hildur Pétursdóttir og Hjörleifur Jónsson á Ökrum deila með okkur uppskrift að þessu sinni. Á boðstólum er fljótleg pítsa sem einfalt er að útbúa. hráefni • 1 stk Stonefire naan brauð (fæst a.m.k. í Bónus, kælinum) • Mango chutney • Afgangs kjöt, t.d. kjúklingur, lamb eða naut • Rifinn ostur • Indverskt krydd t.d. Garam Masala • Ferskt grænmeti • Uppáhalds kalda sósan Aðferð Setjið mango chutney á brauðið, skerið kjötið í þunnar sneiðar og raðið á brauðið, kryddið létt yfir með garam masala eða öðru sem ykkur langar. Stráið osti yfir og bakið eftir leiðbeiningum ca. 5 mínútur á 180°C. Stráið grænmeti yfir heita pítsuna, ég nota yfirleitt rúkóla, papriku, gúrku og rauðlauk. Að lokum set ég mínar uppáhalds sósur sem eru gráðostasósa og japanskt chili majó. Verði ykkur að góðu! Nú má sumarið koma Nýliðin vika hefur verið stútfull af skemmtilegri vinnu hjá mér; lokapróf í háskólanum, undirbúningur fyrir Vinnuskóla Mosfellsbæjar, Samfest- ingurinn og að fá að fylgjast með unglingunum okkar vinna að því að klára skólaárið sitt. Eins og glöggir taka eftir samanstóð vikan mín að mestu af starfi með unglingum. Það er svo gefandi að vinna með unglingum, að fá að fylgj- ast með þeim þroskast, læra, misstíga sig og rísa aftur upp. Það geta það nefnilega allir og eru unglingar hvað mest móttækilegir fyrir því að læra og rísa aftur upp. Það er hlutverk okkar sem eldri erum að leiðbeina og efla. Við starfsmenn félagsmiðstöðvar- innar Bólsins fórum með 120 ungl- inga á Samfestinginn síðustu helgi, það er viðburður þar sem nokkur þúsund unglingar koma saman að skemmta sér, kynnast hvert öðru og hafa gaman. Það er svo frábært að fá að vinna með þeim og fara með þeim á slíka viðburði, sjá þau með eigin augum skemmta sér konunglega og vera sjálfum sér og öðrum til sóma. Nú fer sumarið að byrja og margir komnir í sumargírinn, skólinn hjá okkur sjálfum eða börnunum okkar alveg að klárast og það glittir annað slagið í gulu vinkonu okkar. Það er alltaf sárt að horfa á eftir 10. bekkjar unglingum fara frá okkur en á sama tíma gleðilegt að sjá hvaða leið þau velja sér og hvernig þau tækla hin ýmsu verkefni lífsins. Vinnuskóli Mosfellsbæjar hefur göngu sína í næsta mánuði þar sem unglingar bæjarins vinna að því að halda bænum hreinum og fínum. Mig langar að biðja alla í bænum um að taka höndum saman og vera dugleg að hrósa og hvetja unglingana okkar áfram í sumar. Það er svo miklu skemmtilegra að vinna þegar verið er að hvetja mann áfram og hrósa heldur en að einungis heyra af því þegar hlutirnir fara ekki alveg eins og við viljum. Það eru allir að gera sitt besta. EMMA ÍREN j a k o s p o r t ( N a m o e h f ) - k r ó k h á l s 5 f - 1 1 0 á r b æ r Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is aftureldingar- vörurnar fást hjá okkur

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.