Mosfellingur - 22.08.2023, Page 22

Mosfellingur - 22.08.2023, Page 22
Bæjarráð samþykkti á dögunum ráðningu skrif­stof­ustjóra umbóta og þróunar og sviðsstjóra mannauðs og starf­sumhverf­is. Þá var samþykkt ráðning leikskólastjóra á leikskólanum Hlíð. Að auki voru kynntar ráðningar f­imm nýrra stjórnenda á velf­erðarsviði, umhverf­- issviði og f­ræðslu- og f­rístundasviði. Liður í skipulagsbreytingum Staða skrif­stof­ustjóra umbóta og þróunar er ný og liður í skipulagsbreytingum sem voru samþykktar í bæjarráði í vor. Það á einnig við um stöðu leiðtoga í málaflokki f­atlaðs f­ólks á velf­erðarsviði og tengist meðal annars yf­irf­ærslu á þjónustu við íbúa Skálatúns til Mosf­ellsbæjar en staða f­ram- kvæmdastjóra Skálatúns er lögð niður. Þá er staða leiðtoga umhverf­is og f­ram- kvæmda með aukinni ábyrgð þar sem verkef­ni umhverf­isstjóra og stjórnanda þjónustustöðvar haf­a verið sameinuð. Ráðningar í aðrar stöður koma til vegna starf­sloka stjórnenda. Mikil breidd í nýjum hópi Alls sóttu 110 einstaklingar um, flestir um starf­ skrif­stof­ustjóra umbóta og þróunar og sviðsstjóra mannauðs og starf­sumhverf­is. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri segist mjög þakklát f­yrir þann f­jölda einstaklinga sem haf­i sýnt störf­unum áhuga. Þá óskar hún nýjum stjórnendum velf­arnaðar í starf­i og býður þá velkomna í öflugan hóp starf­s- f­ólks og stjórnenda hjá Mosf­ellsbæ. „Það er mikil breidd í þessum nýja hópi stjórnenda, mikil f­agleg reynsla en einnig þekking og reynsla af­ innleiðingu á staf­ræn- um lausnum og af­ verkef­nastjórnun sem er mjög mikilvægt gagnvart þeim tækniáskor- unum sem við stöndum f­rammi f­yrir.“ - Frítt, frjálst og óháð bæjarblað22 Búið að ráða í átta lausar stöður sem auglýstar voru í sumar • 110 sóttu um • Bæjarstjóri óskar nýju fólki velfarnaðar Nýir stjórnendur til Mosfellsbæjar Ólafía Dögg Ás­geirs­dóttir, s­krifs­tofu­s­tjóri u­m­bóta og þróu­n­ar Ólaf­ía er með B.A. í stjórnmálaf­ræði og MPA í opinberri stjórnsýslu f­rá HÍ. Ólaf­ía starf­ar sem teymisstjóri á velf­erðar- sviði Reykjavíkurborgar. Hún stýrir teymi sem ber ábyrgð á tölf­ræðigrein- ingum, gerð og þróun árangursmælikvarða og þróun mælaborða. Ólaf­ía hef­ur einnig starf­að sem f­ramkvæmdastjóri lögf­ræði- stof­unnar Atlantik Legal Services. Ólaf­ía er 45 ára og er búsett í Mosf­ellsbæ. Kris­tján­ Þór Magn­ús­s­on­, s­viðs­s­tjóri m­an­n­au­ðs­ og s­tarfs­u­m­hverf­is­ Kristján Þór er með B.A. í líf­fræði f­rá Bates College í Bandaríkjun- um, MPH í f­araldsf­ræði f­rá Boston University í Bandaríkjunum og Ph.D. í íþrótta- og heilsuf­ræði f­rá Háskóla Íslands. Kristján hef­ur víðtæka stjórnunarreynslu sem sveitarstjóri í Norð- urþingi í átta ár og öðlaðist þar umf­angs- mikla reynslu af­ mannauðsmálum. Kristján Þór er 44 ára og er í starf­i aðstoðarrektors hjá Háskólanum á Akureyri. Stein­u­n­n­ Bára Ægis­- dóttir, leiks­kólas­tjóri í Hlíð Steinunn Bára er vel kunnug í Hlíð en hún hef­ur starf­að þar sem leikskólakennari og deildarstjóri f­rá 2016. Hún er með B.A. gráðu f­rá HÍ í uppeldis- og menntunar- f­ræðum og með meistaragráðu f­rá HÍ í menntunarf­ræðum leikskóla. Steinunn er 40 ára og býr í Mosf­ellsbæ. Ges­tu­r Gu­ðrún­ars­on­, leiðtogi m­álefn­a fatlaðs­ fólks­ á velferðars­viði Gestur er með B.A. í þroskaþjálf­af­ræðum f­rá HÍ og er að ljúka meistaragráðu í f­orystu og stjórnun f­rá Bif­röst. Gestur hef­ur starf­að í málaflokki f­atlaðs f­ólks í rúma tvo áratugi. Gestur er 46 ára og býr í Mosf­ellsbæ og er í dag f­or- stöðumaður íbúakjarnans Þverholts. Dóra Lin­d Pálm­ars­dóttir, leiðtogi u­m­- hverf­is­ og fram­kvæm­da á u­m­hverf­is­s­viði Dóra Lind er með B.Sc. í byggingatæknif­ræði f­rá HÍ og M.Sc. í umhverf­is- og auðlindaf­ræði. Hún hef­ur lokið diplóma í opinberri stjórnsýslu og PMD stjórnendanámi. Dóra starf­ar í dag sem deildarstjóri hjá Framkvæmdasýslu – Rík- iseignum. Dóra Lind er 38 ára gömul og býr í Mosf­ellsbæ. Láru­s­ Elías­s­on­, leið- togi Mos­fells­veitn­a Lárus er með B.Sc. í vélaverkf­ræði f­rá Há- skóla Íslands og Dipl. Ing.Mach. í vélaverk- f­ræði f­rá háskólanum í Karlsruhe í Þýskalandi. Auk þess er hann með MBA f­rá Ohio Uni- versity með áherslu á f­jármálastjórnun og alþjóðaviðskipti. Lárus hef­ur víðtæka reynslu af­ störf­um innan orkugeirans. Lárus er 64 ára og starf­ar sem verkef­na- stjóri á umhverf­issviði hjá Mosf­ellsbæ. Þrúðu­r Hjelm­, leiðtogi í leiks­kólam­álu­m­ á fræðs­lu­- og frís­tu­n­das­viði Þrúður er með B.Ed. í leikskólakennaraf­ræð- um f­rá Kennaraháskóla Íslands og diplóma í sérkennsluf­ræðum f­rá sama skóla. Þrúður hef­ur starf­að sem skólastjóri, sér- kennslustjóri og leikskólakennari undan- f­arna áratugi. Frá 2008 hef­ur Þrúður verið skólastjóri í Krikaskóla. Þrúður er 58 ára og býr í Mosf­ellsbæ. Hún hef­ur nýlokið störf­- um við Krikaskóla ef­tir 15 f­arsæl ár. Páll Ás­geir Torfas­on­, ráðin­n­ leiðtogi í m­álefn­u­m­ gru­n­n­s­kólan­s­ á fræðs­lu­- og frís­tu­n­das­viði Páll Ásgeir er með B.Ed. og M.Ed. í kennsluf­ræði f­rá HÍ. Hann er með diplóma í opinberri stjórnsýslu, APME í verkef­nastjórnun f­rá HR og leiðtoganám f­rá Oxf­ord-háskóla. Páll Ásgeir hef­ur víðtæka reynslu af­ staf­- rænni þróun í skólastarf­i sem deildarstjóri staf­rænnar kennslu og miðlunar hjá HÍ. Þar hef­ur hann borið ábyrgð á staf­rænum kennslulausnum háskólans. Páll Ásgeir er 33 ára og býr í Reykjavík. Hann er í dag deildarstjóri staf­rænnar miðlunar hjá HÍ.

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.