Muninn

Volume

Muninn - 01.04.2023, Page 21

Muninn - 01.04.2023, Page 21
H-ið er félagsfræði bekkur þar sem ýmsir skemmtikraftar hafa komið saman í einn bekk. Bekkurinn hefur að geyma aðal skvísur skólans ásamt kraftmiklu íþróttafólki. Stelpurnar eru jafn duglegar að bera á sig brúnkukrem og strákarnir eru að fara út í fótbolta. Það fer samt frekar lítið fyrir hópnum og eru þau ekki mjög félagslynd þrátt fyrir að vera á félagsfræðibraut. A-ið stendur fyrir allskonar og arty. Já, bekkurinn er fjölbreyttur en þáu hafa öll komið saman til að læra meira um heiminn, menningu hans og tungumálin. Bekkurinn er eins og sér samfélag innan skólans en fólkið innan samfélagsins er gott og skemmtilegt. Bekkurinn er hávær en sumir segja að þau séu listaspírur í afneitun. Bekkurinn er virkur í félagslífinu og á bekkurinn t.d. þó nokkra fulltrúa í Huginsstjórn. Bekkurinn tekur þátt í öllum viðburðum skólans og þau missa ekki af neinu. Sf 1,1 Það fer sko alls ekki mikið fyrir Y bekknum og virðist sem svo að fáir viti yfir höfuð að bekkurinn sé til. Samt sem áður er yndislegt fólk í bekknum þó það fari lítið fyrir þeim. Bekkurinn hangir gjarnan fyrir utan H5. FIL ‘FL LANG BESTI BEKKURINN! The “theatre kids and popular kids” dynamic virkar svo vel hjá þessum bekk! aldrei neitt drama, þau eru öll svo comfortable með each other, þetta er besti bekkurinn til að vera í. Allir svo fyndnir og kurteisir. Manni líður svo vel í þessum bekk. Þetta er ekki bekkur, heldur ein stór fjölskylda. í.FL is love, t.FL is life.” - ónafngreint. fg l! Bekkurinn er félagsfræðibekkur sem var settur saman af allskonar ólíku fólki og því ekki furða hvað hann er klíkuskiptur. Bekkurinn er ekki jafn náinn og aðrir bekkir en þar er samt sem áður frábært fólk sem elskar MA. F-ið stendur fyrir finasta fólk! Bekkurinn lætur ekki mikið fyrir sér fara og veldur því engum vandræðum. Bekkurinn er virkilega duglegur og draumabekkur fyrir kennara þar sem þau eru svo prúð og stillt. IL i L-ið er sviðslistabrautin. Þar eru helstu listaspírur skólans sem eru jafnframt ótrúlega skemmtilegar. Bekkurinn hefur að geyma alveg ótrúlega skemmtilegt fólk sem hefur mikinn áhuga á leiklist og öllu sem því fylgir. Bekkurinn er hópur af gleðigjöfum sem hafa ótrúlega gaman af félagslífi og elska að vera með fólki. Bekkurinn er einnig mjög virkur í félagslífi skólans og duglegur að taka þátt.

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.