Muninn

Árgangur
Tölublað

Muninn - 01.04.2023, Blaðsíða 34

Muninn - 01.04.2023, Blaðsíða 34
it Líkt og flestir sem hér við skólann hafa lært og unnið vita, þá er þetta skóli mikilla hefða. Ríkir þó leyndardómur mikill yfir þeim hefðum, ótalmörgu, en erum við því hér til að segja ykkur frá hinum einu sönnu, Defensor Moris, "Verndurum Hefðanna". Árið er 2003, Jón Már er skólameistari hér við skólann og trygga skólabjalla skólans er horfin. Það er ekki nema ári seinna, er skólabjallan finnst á ný, en hún er ekki söm. Á bjölluna er grafin talan 7, ásamt eftirfarandi setningu; "Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur". En hvers vegna? Nú er árið 2007, og hefur Inspector Scholae fengið símhringingu, forvitnilega, vægast sagt. Símhringing þessi varðar félagið Defensor Morris, en uppgötvuð hefur verið Wikipedia-grein sem geymir upplýsingar um félagið. Er Inspector gekk að leit síðunnar, fannst þó ekkert. Henni hefur verið eytt. Hvað er þetta félag? og gæti það mögulega haft eitthvað að gera með hvarf bjöllunnar árið 2003? Skoðum málið nánar. Rannsókn mikil er nú hafin varðandi tilvist félagsins. Netfang þess virðist vera fundið í hita leiksins og sendur er póstur, án tafar. *Bling*, svar birtist upp á skjánum, tilvist félagsins er staðfest, en er textabrot sem sent var í lok tölvupóstsins hið sama og fannst grafið á bjöllu skólans. Sökudólgurinn er fundinn, en þó, ekki? 'OHM JVjSHJ Tilvist félagsins hefur nú, að vissu leyti, verið opinberuð. Sögur segja að einstaklingur einn, á fjórða ári, sé valinn ár hvert af fyrrum verndara, til að taka við hlutverkinu. Vinnur þá nemandi sá, ásamt fjórum öðrum, brautskráðum nemendum, að starfi verndara hefðanna. Árlega fær Inspector Scholae sent bréf frá félaginu, þar sem þau láta vita af sér og lýsa þar með hlutverki þess. En hvert er hlutverk félagsins? Segir félagið það einna helst vera að styðja við bak skólafélagsins Hugins og koma í veg fyrir að stærstu hefðir skólans falli. Sem dæmi má nefna söngsali, busunina og Viðarstauk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.