Muninn

Årgang

Muninn - 01.04.2023, Side 22

Muninn - 01.04.2023, Side 22
SPURT OG SVARAÐ Hvað borðar þú í morgunmat? Hafragraut Hvað ertu hávaxinn? 180 cm Ananas á pizzu? Aldrei Hvað er skemmtilegast við starfið þitt? Samskipti við nemendur En leiðinlegast? Fátt ef þá nokkuð Hvað er best að kaupa í sjoppunni? Ég held nammi, það er „hollasta“ varan í sjoppunni. Hvað finnst þér um hefðir skólans? Mér hef allt gott um hefðir skólans að segja. Söngsalir, árshátíð og Ratatoskur eru gott dæmi um jákvæðar og uppbyggjandi hefðir. Á móti má segja að ef hefðir ganga út á að niðurlægja, mismuna og gera lítið úr öðrum þá ættum við í sameiningu að uppræta þær. Segja má það sama um hefðir sem vinna gegn gegn heilbrigðum lífsháttum. Hvað kom þér að óvart þegar þú byrjaðir að vinna hér? Hvað stjórn nemendafélagsins er öflug, vönduð og ábyrg. Það er aðdáunarvert hversu öflugt félagsstarf skólans er og allt unnið af nemendum. Mörg hrós fyrir það. Ertu með einhverja skemmtilega sögu frá þinni menntaskólagöngu (í MA)? Einna kennari skólans átti smábíl í orðsins fyllstu merkingu, þriggja hjóla Fiat ef ég man þetta rétt. Einn daginn tóku nokkrir drengir sig saman og héldu á bílnum upp að Möðruvöllum (að sjálfsögðu var ég ekki í þeim hópi) og settu hann undir tröppurnar sem þá voru aðalinngangur hússins. Þetta vakti kátínu sumra en ekki allra. Hvað er búið að breytast frá því að þú varst í MA? Mesta breytingin tel ég felast í starfsháttum kennara sem eru til fyrirmyndar og tengsl kennara og nemenda eru með allt öðrum og betri hætti en áður. í þeim efnum er mikil breyting til batnaðar. Hvað ertu með í mánaðarlaun? Laun skólameistara eru opinber gögn og skólameistari MA er með um 1,4 milljónir í mánaðarlaun. Ertu háður einhverju (t.d. kaffi, ákveðnum mat eða drykk)? Kaffidrykkja hefur fylgt mér í yfir 40 ár og það er það eina sem ég gæti sagt að ég væri háður í mat og drykk. Ristað brauð með osti og marmelaði hef ég borðað frá því ég man eftir mér og geri enn. Svo er ég háður hreyfingu og líður ekki vel ef ég hreyfi mig ekki amk. fjórum sinnum í viku. MEÐ KALLA

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.