Muninn - 01.04.2023, Qupperneq 24
Bergþór Bjarmi - íshokkí
Amelía Ýr - Blak
3 orð til að lýsa íþróttinni þinni?
Hraði, harka og kuldi.
Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki (mót)?
Ég vakna, hreyfi mig aðeins, legg mig síðan í 1,5 klst. Borða mikið af mat, fæ mér svo ís
(helst Brynju ís) og mæti síðan tímanlega í Skautahöllina.
Hvað ertu búinn að æfa lengi?
Síðan ég byrjaði í grunnskóla, er ekki góður að telja ár.
Helsta ástæða þess að þú ert að æfa?
Því mér fínnst svo gaman að vinna og líka góð útrás fyrir andlega heilsu.
Hvernig er félagsskapurinn?
Félagsskapurinn er frábær, allir tilbúnir að deyja fyrir klúbbinn.
Er iþróttin vinsæl á Akureyri?
Hokkí er hvergi vinsælla en á Akureyri.
Af hverju byrjaðir þú að æfa?
Ég byrjaði að æfa því allir í fjölskyldunni æfa.
Hvernig nærð þú árangri í þinni iþrótt?
Lyfta lóðum, vera reiður og yfirvegaður. Fara á allar æfingar með það í huga að verða
íslandsmeistari.
3 orð til að lýsa íþróttinni þinni?
Spennandi, skemmtileg og erfið.
Hvernig undirbýrð þú þig fyrir Ieiki (mót)?
Lesa vel yfir leikplanið frá þjálfaranum mínum, borða góðan mat og græja hárið.
Hvað ertu búin að æfa lengi?
Er búin að æfa í 4 ár.
Helsta ástæða þess að þú ert að æfa?
Það er gaman að mæta á æfingar enda góður félagsskapur.
Hvernig er félagsskapurinn?
Hann er mjög góður, erum allar bestu vinkonur.
Er íþróttin vinsæl á Akureyri?
Hún hefur klárlega orðið vinsælli síðustu ár.
Af hverju byrjaðir þú að æfa?
Af því að mamma mín var að æfa og mér fannst gaman að horfa á leiki.
Hvað er skemmtilegast við iþróttina?
Að spila leikina.
Hvernig nærð þú árangri í þinni íþrótt?
Með því að mæta vel nærð og tilbúin á æfingar og leggja mig alla fram.
/
✓
7
Úlfur Hugi - Líkamsrækt
3 orð til að lýsa íþróttinni þinni?
Krefjandi, gaman, sveigjanleg.
Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki (mót)?
Það þarf að fara á rétt mataræði til þess að vera rétt þyngd og umbreyti þjálfuninni
minni til þess að bæta veika hlekki í henni.
Hvað ertu búinn að æfa lengi?
Ég hef æft í næstum þrjú ár.
Helsta ástæða þess að þú ert að æfa?
Ég vil halda mér í formi og æfa eitthvað en er allt of lélegur í öðrum íþróttum.
Hvernig er félagsskapurinn?
Alveg frábær. Það fara svo margir í skólanum og á okkar aldri í ræktina. Þegar maður
fer þekkir maður alltaf einhvern.
Er íþróttin vinsæl á Akureyri?
Alveg gríðarlega. Líkamsræktin er aldrei tóm.
Af hverju byrjaðir þú að æfa?
Ég var alltaf lifandi eitthvað þegar ég var yngri. Svo þegar ég hætti að æfa þurfti ég að
gera eitthvað annað svo ég prófaði ræktina.
Hvað er skemmtilegast við íþróttina?
Fjölbreytileikinn er svo mikill. Þú getur valið á milli. Líkamsrækt, kraftlyftingar,
crossfit og meira.
Hvernig nærð þú árangri í þinni íþrótt?
Með ýtarlegu mataræði og erfiðum æfingum.