Muninn

Årgang

Muninn - 01.04.2023, Side 33

Muninn - 01.04.2023, Side 33
Hormónasprautan • Getnaðarvarnarlyf er gefið konu með sprautu í vöðva á þriggja mánaða fresti. • Eftir nokkurra mánaða notkun minnka blæðingar yfirleitt og geta hætt. • Mesta öryggi er yfir 99% Koparlykkjan • Getnaðarvörn sem er komið fyrir í legi. Hún er úr plasti og kopar. • Engin hormónaáhrif, verkunin er aðeins í leginu. • Hægt er að hafa í 3-7 ár eftir hvaða tegund er valin. • Mesta öryggi er yfir 99% Smokkurinn • Getnaðarvörn sem er rúllað á stinnan getnaðarliminn. Smokkurinn er úr þunnu gúmmíefni. • Mesta öryggi er 98% Kvensmokkurinn • Getnaðarvörn sem komið er fyrir í leggöngum kvenna. • Mjúkur pólýuretan-smokkur sem rennt er inn í leggöng konunnar og kemur í veg fyrir að sæði fari inn í leggöngin. • Hylur einnig að hluta ytri skapa konunnar. • Mesta öryggi er 95% Hetta með sæðisdrepandi kremi eða hlaupi • Getnaðarvörn sem er sett hátt upp í leggöngin til að þekja leghálsin. • Mjúk gúmmíhetta með sæðisdrepandi efni er sett upp í leggöngin fyrir samfarir, þekur leghálsin og hluta legganga og hindrar að sáðfrumur berist upp í legið. • Hettan er ekki fáanleg hér á landi eins og er, en fæst erlendis og á netinu. • Mesta öryggi er um 94% Neyðargetnaðarvöm • 1 tafla sem tekin er innan 72 klukkustunda frá óvörðum samförum. • Öryggið er meira eftir því sem styttri tími hefur liðið á milli samfara og töku lyfsins og getur orðið allt að 99%

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.