Muninn

Volume

Muninn - 01.04.2023, Page 68

Muninn - 01.04.2023, Page 68
ÞRÖSTUR - UIEU SKILnHflHR Fundarstjóri, Skilnaðarbörn, one hell of a concept. Nú gætu þið öll verið að pæla í því af hverju í andskotanum ég er að mæla með skilnaðarbörnum, þar sem jú flest þeirra eru rót allrar illsku. En það er alveg frekar einfalt mál. í náttúrunni þá er fæðukeðja og það er alveg eins í mennsku samfélagi. Fæðukeðjan er gífurlega mikilvægt verkfæri sem gerir okkur kleift að lifa eðlilegu lífi og án skilnaðarbarna þá væri allt í fokki af því að í félagslegu fæðukeðjunni þá eru þau næst neðst. Þau eru í rauninni eins og litlar kanínur sem borða bara gras svo að við sem erum hærra sett í fæðukeðjunni getum svo borðað kanínuna og það eru bara vitleysingar sem mæla á móti kanínum. Við þurfum þau til að við getum lifað góðu lífi. En það er ekki eina ástæðan fyrir því að ég mæli með skilnaðarbörnum heldur mæli ég líka með þeim af því að þetta heftir þau svo tilfinningalega og ég mæli alltaf með því að sálfræðingar eigi vinnu því ég mæli ekki með atvinnuleysi. Einnig gerir það bara öll samskipti svo miklu auðveldari þegar þú ert að tala við skilnaðarbarn því ef eitthvað kemur upp á þá búast þau alltaf við því að það sé þeim að kenna þar sem þau voru jú búin að valda einum skilnaði og af hverju geta þau ekki verið rót þeirra vandamála sem eru í ykkar samskiptum. Treystið mér þegar ég segi að það er líka rosalega gott að vera giftur skilnaðarbarni því þá gerir það svo miklu auðveldara að skilja við þau því þússt þau SKILJA þetta haha SKILJIÐI af því þetta eru skilnaðarbörn en alla vega. Við mælum ekki á móti kanínum, við mælum ekki með atvinnuleysi sálfræðinga og við mælum ekki á móti skilnaðarbörnum því án þeirra þá væru miklu færri til að gera grín að. Ég elska ykkur öll mín kæru skilnaðarbörn þið gerið líf mitt betra.

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.