Muninn

Årgang

Muninn - 01.04.2023, Side 84

Muninn - 01.04.2023, Side 84
FÓLKIÐ í HA: BA ]££% University ofAkureyri Fullt nafn: Kolbeinn Fannar Gíslason Fæðingarstaður: Egilsstaðir Áhugamál: Körfubolti Á hvaða braut í MA: Félagsfræði í hvaða námi í HA:Lögreglufræði Hvers vegna valdirðu HA? Mig langaði í lögguna og HA er eini háskólinn á landinu sem býður upp á nám til starfs- réttinda lögregtumanna. Við HA er svokallað sveigjanlegt nám sem þýðir að námsefnið er að- gengilegt á netinu. Við mætum svo í totur bæði hér á Akureyri og hjá MSL í Reykjavík. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ef ég á að vera hreinskitinn þá var ég aldrei viss en ég hef ver- ið mikið í íþróttum og langaði mig nú alveg að verða atvinnu- maður þar. Hvað er það skemmtilegasta/ áhugaverðasta við námið í HA? Lotur er alltaf skemmtilegar. Gaman að hitta alla í náminu. Einnig eru mikið af raunhæfum verkefnum i lotum sem eru alltaf mjög skemmtilegar og fróðlegar Hvernig er félagslífið í HA? Ég skal viðurkenna það að ég er ekki nógu duglegur að mæta á viðburði hjá HA en það er atltaf eitthvað í gangi. Ég þekki alveg nokkra sem eru dug- legir að mæta á viðburði og tata þeir alltaf um að þetta sé mjög skemmtilegt. Hver er munurinn á MA og HA - hvernig var stökkið yfir í háskólanám? MA undirbýr mann mjög vel fyrir háskóla. Námið mjög svipað bara aðeins þyngra og meira. Helsti munurinn er bara að mað- ur þarf að sjá um námið sjálfur. Eins og ég er í fjarnámi og er þetta allt á netinu fyrir utan lotum og þarf maður pínu að halda utan um þetta allt sjátfur. En annars þarf fótk í MA ekkert að stressa sig á háskólanum. Mælirðu með HA? Ég mæli klárlega með HA, mjög ftottur skóli og býður upp á mjög mikið. Gott félagslíf og mikið af skemmtilegu fólki.

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.