Verzlunartíðindi - 01.12.1957, Blaðsíða 3

Verzlunartíðindi - 01.12.1957, Blaðsíða 3
Skemmtilegt starf segir Valdimar Ólafsson verzlunarráðunautur. Verzlunartíðindin hafa komið að máli við Valdi- mar Ólafsson verzlunarráðunaut og innt hann eftir fréttum af starfi hans hér, eftir að hann kom heim frá Bandaríkjunum síðast liðið vor. — Eftir að ég kom til Reykjavíkur í byrjun maí- mánaðar vann ég fyrst rúmar tvær vikur í kjöt- verzlun Tómasar Jónssonar á Laugavegi 2, en sölu- búðinni þar hafði skömmu áður verið breytt í sjálfsafgreiðsluverzlun að mestu leyti. Ég gerði tillögur um lítils háttar breytingar á fyrirkomu- lagi og tel búðina hafa heppnast vel, og ég held að forráðamenn verzlunarinnar séu ánægðir með hana. Siðan hef ég unnið á ýmsum stöðum hér í bæn- um, við afgreiðslustörf svo og við teikningar og breytingar á sölubúðum. Búið er að opna tvær búðir sem ég vann að undirbúningi við, verzlun Þórðar B. Þórðarsonar í Hafnarfirði og verzlunina Straumnes í Skjólunum. Þær eru báðar í sjálfs- afgreiðsluformi. Hvorug þessara sölubúða er þó fullgerð enn. Þótt innflutningsleyfi hafi fengist fyrir ýmsu sem panta þurfti erlendis frá, körfum o. fl., þá hefur önnur verzlunin ekki fengið greiðsluheimild enn, en ég vona að þessar verzl- anir standi bráðlega altilbúnar með fullkomna þjónustu við viðskiptavinina. I undirbúningi er gjörbreyting á verzluninni Kjöt og Fiskur á Baldursgötu, sem ég teiknaði og undirbjó, og fleiri breytingar verzlana eru á döf- inni. Mikill áhugi fyrir umbótum. Áhugi kaupmanna hér fyrir umbótum á sölu- búðum er vakinn og flestir virðast kjósa sér sjálfs- afgreiðslufyrirkomulagið, a. m. k. að einhverju leyti. En mér þykir fullmikið óðagot á mönnum, þegar þeir taka ákvörðun um að breyta til. Allt þarf helzt að ske í grænum hvelli. En gjörbreyt- ing á gamalli sölubúð krefst mikillar og nákvæmr- ar athugunar, áður en hafizt er handa, svo árangur verði sem beztur. Aðstæður eru mismunandi á hverjum stað, svo sama fyrirmyndin dugar ekki á tveim stöðum óbreytt. Það tekur allt sinn tíma. Þegar á að innrétta verzlun í nýju húsi er mjög æskilegt að allar athuganir séu gerðar áður en fullgengið er frá teikningu byggingarinnar. Það getur sparað mikla fyrirhöfn og kostnað og borið betri árangur. En þó að starf mitt hafi nú í byrjun einkum snúist um breytingar á sölubúðum, þá er það eigi að síður fólgið í hvers konar leiðbeiningarstarf- semi um rekstur fyrirtækja, starfsfólk, skipulag á „lager“ og bókhaldi. Vissulega er ekki allt fengið með breytingu á sölubúðinni. Hún er aðeins fyrsti áfanginn. Síðan verður að fylgja þeim umbótum eftir með vakandi auga fyrir öllu því, sem miðar að bættri þjónustu og hagkvæmari rekstri. Skemmtilegt starf. — Hvernig líkar þér svo þetta starf? Ágætlega. Hér er áreiðanlega góður jarðvegur fyrir svona fræðslustarf. íslenzkir kaupmenn eru vissulega ekki eftirbátar annarra um áhuga fyrir því að endurbæta verzlunarhætti sína. Ég hef þeg- ar sannfærzt um það. Og eitt þykir mér eftirtektar- vert: íslenzkar matvöruverzlanir hafa fram að þessu verið miklu fullkomnari en þær dönsku, og á ég þá við sölubúðir, þar sem afgreitt er yfir borð- ið. En nú tel ég muninn hinsvegar orðinn jafn mikinn á hinn bóginn, hvað þessi lönd snertir. Veljið aðeins það bezta! Veljið ESTRELLA-skyrtur hálfstífur flibbi og hleypt efni. Hámark gæðanna fyrir lágmark verðsins. I VERZLUNARTÍÐINDIN 51

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.