Verzlunartíðindi - 01.12.1957, Page 11

Verzlunartíðindi - 01.12.1957, Page 11
er mest áberandi í matvælagreininni, hjá svonefnd- um „frivillige kæder“. Heildsalinn fær framleiðslu- vöruna frekar til sölu því meiri sem sérhæfing iðn- aðarins verður og framleiðandanum veitist sjálf- um erfiðara að sjá um sölu á vöru sinni beint til kaupmannsins á hagkvænjan hátt. (Lauslega þýtt). <o> Flestir íslenzkir kaupmenn munu kannast við hr. O. Rydeng, því hann hefur oft komið hingað til lands í erindum Efnahagssamvinnustofnunarinn- ar í París. Vér óskum honum hamingju í hinu nýja starfi. HeMi úr erlendum haupmannablöðum: Einfalt ráð til þess að endurbæta lýsingu: Ofan á efstu hillur búðarskápanna er komið fyrir 30 cm. breiðri fjöl eftir þeim endilöngum, sem stendur ca. 15 cm. út fyrir skápinn. Framan á þessa f jöl er sett 7—10 cm. breið krossviðarræma, sem stendur lítið eitt upp fyrir fjölina og 11 cm. niður fyrir hana og myndar þannig skyggni fyrir ljósarör, sem komið er þar fyrir. Er þá á einfaldan, ódýran hátt komin óbein lýsing á hilluskápinn. Sökkull á hilluskápnum á ekki að ná jafn langt fram og neðsta hillan, því þá stendur rykstraum- urinn upp með honum og inn í hilluna. Sökkullinn á að vera um 15 cm. innar en neðsta hillan, því þá stöðvast rykið undir henni og stefnir til baka út á gólfið. (Neuwieder Hefte). Skýr verðmerking er nauðsynleg, svo hún tefji ekki afgreiðslu við gjaldkerakassann. Hvaðeina sem torveldar lipra afgreiðslu gjaldkerans dregur úr viðskiptum fyrirtækisins. Gjaldkerakassinn er brennidepill matvöruverzlunarinnar og allt sem við gerum, til þess að flýta fyrir afgreiðslu viðskipta- vinanna hjá gjaldkeranum, eykur ekki aðeins ánægju þeirra, heldur treystir einnig viðskipti fyrirtækisins í heild. Skökk vog getur orðið þér dýrkeypt spaug, sama á hvorn veginn skekkjan er. Ef hún vegur ríflega tapar þú ágóðanum eða hluta hans, ef hún „snuðar“ viðskiptavininn átt þú yfir höfði þér refsivönd yfirvaldanna og reiði viðskiptamannsins og þú tapar honum. (Progressive Grocer). Þýzkar sjálfsafgreiðsluverzlanir. „Institut fúr Selbstbedienung“ heitir stofnun í Vestur-Þýzkalandi, er vinnur að því að kynna kaupmönnum sjálfsafgreiðslufyrirkomulag í verzl- unum og hvetja þá til þess að taka upp þetta nýja form. Stofnunin gefur út rit er nefnist „Selbst- bedienung“ og hefur skrifstofu Sambands smásölu- verzlana borizt fyrsta tölublaðið, er kom út nýlega. Er þar að finna ýmiskonar fróðleik um þróun þessara mála í Vestur-Þýzkalandi og birtist nokk- uð af því hér. Þar segir meðal af greiðsluverzlanir: annars um nýjar sjálfs- Nýjar verzl. Meðaltal nýrra opnaðar: verzl. á mánuði: 1950 38 3.2 1951 42 3.5 1952 40 3.3 1953 82 6.8 1954 123 10.3 1955 412 34.3 1956 1957 (fyrstu 641 53.4 3 mán.) 258 86.0 Núverandi sjálfsafgreiðsluverzlanir stærð: eru að Fermetrar sölugólfs Tala verzl. % að 40 41 4 40 til 60 85 8 60 til 80 176 17 80 til 100 196 18 100 til 150 340 32 150 ti'l 200 102 9 200 til 300 98 9 yfir 300 31 3 1069 100 Af þessum ofangreindu verzlunum hafði hin stærsta 1000 fermetra sölugólf, tvær yfir 500 en tvær hinar minnstu aðeins 18 fermetra. Meðaltal sölugólfa ofangreindra verzlana reynd- ist 125 fermetrar, meðaltal vörugeymslna þeirra 70 fermetrar, en meðaltal annars húsnæðis (kaffi- stofur, salerni o. fl.) 17 fermetrar. Gjaldkerar (með peningakassavél) eru frá 1 upp VERZLUNARTÍÐINDIN 59

x

Verzlunartíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.