Verzlunartíðindi - 01.12.1967, Side 6

Verzlunartíðindi - 01.12.1967, Side 6
lækkað vörur niður fyrir innkaups- verð, þá er svarið þetta: Vextir eru háir og rekstrarfé af skornum skammti, og það verður oftast hagstæðara fyrir kaupmann- inn að lækka verðið og auka um- setninguna heldur en að Hggja með þungan lager. Þeir, sem hafa fé og löngun til þess að kaupa tízkuvörur, lúxusvörur og aðrar minna nauðsynlegar vör- ur, þeir greiða líka útsöluvörurnar niður. Þannig geta hinir efna- rninni og ráðsettari keypt þær vörur við lægra verði. Vinsælli og betri leið til efnajöfnunar er vart hugsanlegt að finna. Á lopatímabili okkar íslendinga, þegar allt var reyrt í innflutnings- kvóta, verðlagshömlur og bönn, þá voru engar útsölur. Þá var vöruþurð og lagt á allar vörur svo sem lög frekast leyfðu; þá voru biðraðir, hamstur og svartur mark- aður, og eitt er víst, hafi nokkur farið vel út úr þeim viðskiptum, þá hafa það verið þeir, er sízt skyldi. Eftir að þessi grein er rituð hefur gengi íslenzku krónunnar verið fellt og margvíslegar ráðstafanir eru í undirbúningi, sem varða verzlunarstéttina, meðal annars hillir undir verðlagsbindingu á ný. Hin frjálsa verðlagsmyndun á því ennþá í vök að verjast, og þeim mun fremur ástæða til þess að menn átti sig á því, sem hér hefur verið sagt. Vonandi sjá þeir, sem málum ráða, að meðan innflutningur er hindr- unarlítill, þá er verðlagseftirlit húsmæðranna og fólksins almennt miklu betra en álagningarákvæði í lögum og skrifstofueftirlit. Forsíðumyndin er af Kaffibrennslu O. Johnson & Kaaber h.f. SONITflS-vörur fyrir alla Kaupmenn, verið vel birgir af af SANITAS- Ávaxtasultu: Gosdrykkjum: Jarðarberjasulta Appelsín Hindberjasulta Ananas Bl. ávaxtasulta Geisli Sveskjusulta Grape Fruit Aprikósusulta Sérstaklega Polo Ananassluta *■ góðar í grauta og tertur Sódavatn Bláberjasulta Seven-up Appelsínu marmelade Ginger Ale SANITAS H.F. SÍMI 3 53 50. KAUPMENN ATHUGIÐ! Það er og verður hagkvæmast að verzla með EGILS DRYKKI 6 Þá drykki þekkir kaupandinn og biður ávallt um. H.f. Ölgerðin Egill Skallagrímsson Laugavegi 170-172 - Símnefni: Mjöður - Sfmi 11390. G6 VERZLUNARTIÐINDI

x

Verzlunartíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.