Verzlunartíðindi - 01.12.1967, Page 7

Verzlunartíðindi - 01.12.1967, Page 7
Kaffibrennsla O. Johnson & Kaaber Undanfarið hefur Kaffibrennsla O. Johnson & Kaaber h.f. efnt til móttöku fyrir matvörukaupmenn og sýnt þeim hina glæsilegu verk- smiðju sína, sem nýlega er risin á hálsinum fyrir ofan Borgarmýri í Grafarheiði. Ætlunin er að gefa öllum mat- vörukaupmönnum, a. m. k. á Faxaflóasvæðinu, kost á að skoða verksmiðjuna, og koma tveir hóp- ar í viku hverri til móttökunnar, u. þ. b. 10 menn í hverjum hóp. Verksmiðjan er staðsett á fögrum stað með útsýn vfir sundin blá, en að baki víðfeðman fjallahring. Hráefnið í þjóðardrykk íslend- inga, kaffið, hefur um áratuga- skeið verið háð innflutningshöft- um, og hefur því verið keypt frá Brasilíu á vöruskiptagrundvelli. Úrvals gæðaflokkar af Rio kaffi hafa orðið vinsælastir hér af þess- um brasilísku tegundum. Aðrar og ólíkar kaffitegundir eru rækt- aðar annars staðar í heiminum, og má þar nefna Javakaffi og Mokka- kaffi. Nú hafa þau gleðilegu tíð- indi gerzt, að innflutningur á óbrenndu kaffi hefur verið gefinn frjáls frá öllum löndum heims. Þegar ákveðið var að kaffi færi á frílistann, hóf Kaffibrennsla O. Johnson &: Kaaber h.f. undirbún- ing að byggingu nýrrar kaffi- brennslu. Ýtti sú staðreynd undir þessa framkvæmd, að sjá rnátti að stækka yrði gömlu kaffibrennsluna í náinni framtíð, vegna aukinna viðskipta. Nýja kaffibrennslan er byggð með fullkomnasta útbúnaði, sem nú er fáanlegur til framleiðslu á hvers konar blöndum af brenndu og möluðu kaffi og einnig ómöluðum brenndunt baunum. Nýja kaffibrennslan er risin af grunni og tekin til starfa. Hafin er framleiðsla og dreifing á O. Johnson &: Kaaber Java- og Mokka- kaffi. Kaffið er framleitt í nýjum vélum og pakkað eftir nýtízku að- ferðum. Má með fullkomnu örvggi geyma kaffið, sem pakkað er í þessar nýju umbúðir, eins lengi og hver óskar. Skulu hér tilfærðar þær upplýsing- ar, sem gefnar eru á nýju pökkun- um: ,,Kaffið í þessum pakka er blanda af úrvals kaffitegundum, sem voru blandaðar strax eftir brennslu og pakkaðar um leið með lofttæming- araðferð. Ólafur Ó. Johnson forstjóri segir frá skipulagi og starfi verksmiðjunnar. Vélin limir merki hcegri umferðar á kaffipakkana. VF.RZLUNARTÍÐINDI 67

x

Verzlunartíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.