Verzlunartíðindi - 01.12.1967, Blaðsíða 9

Verzlunartíðindi - 01.12.1967, Blaðsíða 9
Að ofan: Valgarð Breiðfjörð og Jean Claessen virða fyrir sér nýbrenndar og ilmandi kaffibaunirnar. Að neðan: Ur rannsóknarstofu verksmiðjunnar. O. Johnson & Kaaber hf. Langvarandi geymsluþol katfisins er tryggt með innblæstri ilm- og bragðverjandi loftefna um leið og pakkanum er lokað. Pakkinn er gerður úr loft- og ilmþéttu efni. Eftir að pakkinn hefur verið opn- aður geymist kaffið betur, ef brot- ið er upp á og lokað með bréf- klemmu eða teygjubandi.“ III. Flestum mun kunnugt, að blönd- ur af Java-kaffi, og þó einkum af Mokka-kaffi, eru mun dýrari á heimsmarkaðnum heldur en Rio- kaffi í sama gæðaflokki. Það mun því engum koma á óvart, að verð þessara kaffitegunda er nokkru hærra heldur en verð þess Rio- kaffis, sem nú er á markaðnum hér. Rio-kaffið verður framleitt áfram í óbreyttum umbúðum og á sama verðgrundvelli og áður. Varðandi Rio-kaffið er það talið öruggt, að sú kaffitegund muni hér eftir sem hingað til falla vel í smekk íslendinga, þrátt fyrir til- komu hinna nýju tegunda og verður hér eftir sem hingað til ein- göngu keypt Rio-kaffi í hæsta gæðaflokki. Hins vegar er það jafn augljóst, að allir munu fagna því, að hér eftir er kaffineytend- um gert mögulegt að velja um kaffitegundir, sem víða um heim- inn eru taldar standa fremstar í liokki og eru mjög eftirsóttar, þó að nokkru dýrari séu. IV. í hinni nýju Kaffibrennslu O. johnson & Kaaber h.f. er nýtízku vélvæðing í hávegum höfð. Manns- höndin þarf ekki að snerta kaffi- sekkina frá því að þeir eru settir á pall í skipi, þar til hellt er úr hverjum einstökum sekk í inntak vélakerfisins. IJr hrákaffigeymsl- unni fer kaffið um vél, sem hreins- ar það, og um leiðslur í mikinn sívalning, sem getur tekið við mörgum kaffitegundum í einu, og haldið þeim aðskildum. Kaffi- blöndurnar fara svo sjálfvirkt inn i brennsluvélarnar, eftir því sem brennslumennirnir ákveða. Brennsluvélarnar vinna þannig, að fyrstu brennslu aí Inerri blöndu er stjórnað af brennslustjórunum, en þeir liafa allir margra ára og sumir áratuga reynslu i kaffi- brennslu. Java- og Mokka-kaffinu er pakkað í nýja gerð af umbúðum úr plasti, sem sérstaklega eru gerðar til þess að halda ilmi og bragði kaffisins óbreyttu. Súrefnið í andrúmsloft- inu getur valdið skemmdum á fituefnum og olíurn kaífisins. — Pökkunarvélin dregur því allt loft úr pakkanum þannig, að hann verður grjótharður viðkomu eins og viðarkubbur. Erlendis tíðkast það nokkuð, að kaffið sé sett á markaðinn í þessu formi, en þó hefur reynzt vinsælla að pakkinn sé mýktur á ný með innblæstri loftefna, án súrefnis, og eykst við það geymsluþol innihaldsins. Þannig skýrist það, að loft er í pökkunum, þó að lofttæmingarað- ferðinni hafi verið beitt. Áherzla skal lögð á, að það kaffi, sem pakk- að er með lofttæmingaraðferðinni í plastumslögin, gevmist von úr viti, án þess að nokkur breyting eigi sér stað. Þess skal að lokum getið, að hér eítir sem hingað til verður Rio- kaffið brennt og malað eftir því sem markaðsþörfin krefur frá degi til dags, og dreift í búðir og um landið nýmöluðu og nýpökkuðu á hverjum degi. Kaffitegundirnar eru fáanlegar bæði í möluðu og ómöluðu formi. VERZLUNARTIÐINDI 69

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.