Verzlunartíðindi - 01.12.1967, Blaðsíða 14
Verzlunarráð
r
Islands
50 ára
Hinn 17. september síðastliðinn varð Verzlunarráð
íslands 50 ára, en það var stofnað 17. sept. 1917.
Verzlunarráð íslands er félagsskapur kaupsýslumanna
og fyrirtækja, sem reka sem aðalatvinnu verzlun,
iðnað, tryggingastarfsemi, bankaviðskipti, skipamiðl-
un, siglingar og aðra atvinnu skylda þessum atvinnu-
vegum. Markmið ráðsins er fyrst og fremst að vinna
að sameiginlegum hagsmunamálum þessara atvinnu-
greina, styðja að jafnvægi og stöðugum vexti í efna-
hagslífi landsins og efla frjálsa verzlun og frjálst
framtak. Á það á þennan hátt að vera vettvangur
samstarfs milli höfuðgreina viðskiptalífsins að sam-
eiginlegum framfara- og hagsmunamálum þeirra.
Formenn Verzlunarráðs íslands hafa verið:
Garðar Gíslason og var hann kosinn fyrsti formaður
ráðsins á fyrsta stjórnarfundi þess, er var haldinn
21. sept. 1917 i skrifstofu þess að Kirkjustræti 9 B.
Var Garðar formaður til 1921 og aftur frá 1922 til
1934, en í stjórn Verzlunarráðs átti hann sæti til
1942. Ólafur Johnson var formaður árið 1921, og í
stjórn þess til 1929. Árið 1934 var Hallgrímur Bene-
diktsson kjörinn formaður ráðsins og aðrir þeir, er
gegnt hafa þeim störfum, eru: Eggert Kristjánsson,
Gunnar Guðjónsson, Þorvaldur Guðmundsson,
Magnús f. Brynjólfsson og nú Kristján G. Gíslason.
Kaupmannasamtök íslands færðu Verzlunarráðinu
að gjöf á afmælisdaginn ljósprentað eintak af Flat-
eyjarbók, og afhenti Pétur Sigurðsson, varaformaður
K.Í., gjöfina á hátíðarsamkomu á afmælisdaginn.
Verzlunartíðindin óska Verzlunarráði íslands allra
heilla í tilefni hálfraraldar áfangans.
jib.
KAUPMENN!
ávallt
fyrirliggjandi:
Niðursoðnir og þurrkaðir ávextir
APPELSÍNUR
EPLI
SÍTRQNUR
Heildsölubirgðir:
Eggert Kristjánsson & Co. h.f. s™ moo
74
VERZLUNARTÍÐINDI