Verzlunartíðindi - 01.12.1967, Page 19

Verzlunartíðindi - 01.12.1967, Page 19
ingu og mest á einstökum pakka, svo að það er auk- inn hagur fyrir viðskiptavini að kaupa í sem stærst- um umbúðum. í sýningarsal þessum ræður viðskipta- vinur við sig, hvaða vörur hann ætlar að kaupa og hversu mikið magn af hverri, tekur jafnframt miða, er sýnir númer hverrar vöru, sem hann hefir augastað á, og þegar hann hefir lokið þessari athugun, gerir hann grein fyrir pöntun sinni við kassa og greiðir andvirði hennar. Verður varan síðan tilbúin til af- hendingar daginn eftir, og sækja menn hana við dyr í vesturenda byggingarinnar. Óski menn hins vegar eft- ir, að varan verði flutt heim, er það til reiðu, en tekið verður sérstakt gjald fyrir heimsendingu. V.________________________________________________ — Þarf ekki stóra birgðageymslu fyrir verzlun með þessu sniði? — Birgageymsla Vörumarkaðsins h.f., sem er vinstra megin við anddyrið, er yfir 300 fermetrar og þar verð- ur öllum vörum komið fyrir á sérstökum pöllum og þeim raðað í samræmi við númer þau, sem viðskipta- vinurinn fer eftir, þegar hann skoðar vöruna í sýn- ingarsalnum og gerir pöntun sína. Slíkt fyrirkomulag auðveldar afgreiðslu vörunnar, þegar þar að kemur, því að starfsmaður í vörugeymslu þarf ekki annað en að aka smávagni meðfram skipulegum vöruhlöðunum og taka úr þeim umbeðið magn samkvæmt númerum á pöntun hvers viðskiptamanns. VL_______________________________________________ — Er hugmyndin að þessu verzlunarformi erlendis frá? — Nei. Hugmyndin að þessari verzlun, bæði skipulagi og starfsháttum er mín eigin. Hér er um að ræða verzlun með alveg nýju sniði, sem gerir almenningi fært að berjast við dýrtíðina með því að kaupa meira magn vöru í einu en almennt tíðkast, við lægri álagn- ingu. Er því um beinan sparnað að ræða í slíkum við- skiptum. Hér er um að ræða hagræðingu, sem hefur marga kosti í för með sér, en áhættan er einnig fyrir hendi, þar sem hér er um algjöra nýjung að ræða, en ég taldi rétt að gera þessa tilraun, því ef hún heppnast er ég sannfærður um að hér er fundin lausn á vöru- dreifingu til almennings sem gerir fært að selja vör- una með lægri álagningu en hingað til. Viirumarkað- urinn er hlutafélag, svo sem fyrr er getið, og er Eben- eser Ásgeirsson stjórnarformaður og framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, en í stjórn þess með honum eru frú Ebba Thorarensen og Jónína Ebenesersdóttir. YFIR BÚÐARBORÐIÐ VERÐLAGSNEFND. Sem kunnugt er var sett á laggirnar ný níu manna verðlagsnefnd nú fyrir skemmstu. Verzlunin fékk einn fulltrúa í nefndina, og þótti ýmsum að færri gætu þeir ekki verið. Sveinn Snorrason hæstaréttarlögmaður, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kaupmannasamtaka íslands, var valinn til þessa vandasama hlutverks, og er óhætt að fullyrða, að vart hefði fundizt heppilegri fulltrúi fyrir verzlunina í þessa valdamiklu nefnd. SÖNGLAÐ í SÖLUTURNI. í frosthörkunum um daginn kom reykvískur kaup- maður bílgarminum sínum ekki í gang og ferðaðist því með strætisvagni. Kom hann þá í biðskýli með áföstum söluturni, og veitti því athygli, að afgreiðslu- konan réri fram í gráðið og kvað fyrir rnunni sér: Sit ég hérna sí og æ í söluturni bara. Æði lítið frelsi fæ, fram í gráðið sit og ræ. Ef mig langar ofan í bæ, ekki má ég fara. Viðbúinn ég verð að sjá, vilji einhver tóbak fá, lýði öllum liggur á, líf mitt er að svara. Enda þarf ég eins og hinn afla fyrir hópinn minn. I.ifa í barmi líka finn löngun betri kjara. Krónan fellur, hvað er að? Hvernig á ég að vita það? Einhver stétt. um eitthvað bað. Illt mér finnst að heyra: Lúxus-vöru ljóta þá leggja verður minna á, eftir því sem aðrir fá ofurlítið meira. Bl. sk. VERZLUNARTÍÐINDI 79

x

Verzlunartíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.