Verzlunartíðindi - 01.02.1990, Blaðsíða 3

Verzlunartíðindi - 01.02.1990, Blaðsíða 3
r MÁLGAGN KAUPMANNASAMTAKA ÍSLANDS HÚSI VERSLUNARINNAR - SÍMI 68-78-11 RITSTJÓRI: Jón Birgir Pétursson AUGLÝSINGAR: Maxix hf. AUGLÝSINGASÍMI: 621800 RITSTJÓRN: Jóhannes Jónsson Erla Wigelund Pétur Sveinsson Guðmundur Kjartansson KAUPMANNASAMTÖK ÍSLANDS FRAMKVÆMDASTJÓRI: Magnús E. Finnsson FRAMKVÆMDASTJÓRN FORMAÐUR: Guðjón Oddsson VARAFORMAÐUR: Bjarni Finnsson RITARI: Ingólfur Árnason GJALDKERI: Ingibjörg Hafsteinsson MEÐSTJÓRNANDI: Kolbeinn Kristinsson VARAMENN: Steinar Waage Guðmundur Kjartansson Jónas Ragnarsson FÉLÖG FÉLAG BLÓMAVERSLANA Formaður: Bjarni Finsson FÉLAG ÍSL. BÓKAVERSLANA Formaður: Pétur Sveinsson FÉLAG BÚSÁHALDA- OG JÁRNV. KAUPMANNA Formaður: Ingólfur Árnason FÉLAG ÍSL. BYGGINGÁREFNAKAUPMANNA Formaður: Einar Þorvarðarson FÉLAG GJAFA- OG LISTMUNAVERSLANA Formaður: Sigurveig Lúðvíksdóttir FÉLAG HÚSGAGNAVERSLANA Formaður: Guðmundur Jóhannsson FÉLAG KJÖTVERSLANA Formaður: Jón Júliusson FÉLAG LEIKFANGASALA Formaður: Grétar Eiríksson FÉLAG MATVÖRUKAUPMANNA Formaöur: Júlíus Jónsson FÉLAG RAFTÆKJASALA Formaður: Gunnar Guðmundsson FÉLAG ÍSL. SKÓKAUPMANNA Formaður: Steinar Waage FÉLAG SNYRTIVÖRUVERSLANA Formaður: Edda Hauksdóttir FÉLAG SPORTVÖRUKAUPMANNA Formaður: Guðmundur Kjartansson FÉLAG SÖLUTURNAEIGENDA Formaður: Sigurður Guðjónsson FÉLAG VEFNAÐARVÖRUKAUPMANNA Formaður: Ragnar Guðmundsson EINSTAKLINGAR INNAN K.f. Fulltrúi: Franch Michelsen FÉLAG KAUPSÝSLUMANNA Á SUÐURNESJUM Formaður: Jónas Ragnarsson KAUPMANNAFÉLAG AKUREYRAR Formaður: Ragnar Sverrisson KAUPMANNAFÉLAG AUSTFJARÐA Formaður: Erna Nielsen KAUPMANNAFÉLAG NORÐURL. VESTRA Formaður: Brynjar Pálsson KAUPMANNAFÉLAG SIGLUFJARÐAR Formaður: Sigurður Fanndal KAUPMANNAFÉLAG SUÐURLANDS Formaður: Bárður Guðmundsson KAUPMANNAFÉLAG VESTFJARÐA Formaður: Björn Garðarsson FÉLAG KAUPSÝSLUMANNA i VESTM.EYJUM Formaður: Kolbeinn Ólafsson KAUPMANNAFÉLAG VESTURLANDS Formaður: Viðar Magnússon G. BEN. PRENTSTOFA HF. NÝBÝLAVEGI 30, SÍMI 641499 Síðasti áratugur aldarinnar Nýtt ár er að ganga í garð. Enn á ný fögnum við nýju ári, og reyndar ennfremur nýjum áratug, með enn einum stórfelldum kerfisbreytingum, sem hið opinbera hefur boðað landslýð, virðisaukaskatti sem leysa mun af hólmi gamla söluskattinn. Kaupmenn hafa þurft að axla þungar byrðar vegna ýmissa ákvarðana ríkisvaldsins á síðustu misserum. Mikið rótleysi hefur einkennt þessa síðustu tíma. Menn hafa varla áttað sig á þvífrá mánuði til mánaðar hvaða reglur eru í gildi og hverjar ekki. Nú vonum við að séð sé fyrir endann á þessu ástandi. Gamlir kaupmenn horfa margir til „gömlu, góðu daganna", þegar hlut- irnir gerðust hægt, verðlagið var nokkuð stöðugt, kerfið var það sama árum og áratugum saman. Það er þó alllangt síðan að þetta rótleysi hóf innreið sína í íslenskt athafnalíf, og vissulega hefur það komið illa niður á íslenskri verslun, sem og á öllum almenningi. Nú skal ekkert um það dæmt hvernig allar kerfisbreytingarnar koma til með að reynast þjóðarbúinu, það verður reynslan að skera úr um. Án efa mun kaupmannastéttin gera sitt besta til að vel farnist með virðisauka- skattinn, flestir eru á því máli að sá skattur muni reynast betur en gamli söluskatturinn. En þetta mun tíminn leiða í Ijós. Þegar þessi síðasti áratugur tuttugustu aldar rennur upp, stöndum við enn frammi fyrir þeirri staðreynd að þjóðin ræður ekkert við sinn versta óvin, verðbólguna. Við stöndum frammi fyrir því að við eyðum meiru en við öflum og þurfum stöðugt erlend lán til að fjármagna eyðslu okkar. Það er deginum Ijósara að íslendingar þurfa á þessum nýbyrjaða ártug að leggja mun meira í sölurnar í markaðsmálum og sinna alvöru uppbygg- ingu ýmissa atvinnugreina. Afurðir okkar verðum við að selja á betri kjörum en tekist hefur að undanförnu, ef takast á að viðhalda lífskjörum í landinu, svipuðum þeim sem við nutum í nokkur ár og nágrannar okkar í Evrópu hafa skapað sér. Við skulum vona að eftir tíu ár, aldamótaárið 2000, getum við litið yfir þjóðlíf sem býr við stöðugleika og öryggi. Við skulum vona að linnt hafi því „borgarastríði“ sem kjarasamningaþófið sannarlega var orðið. Við höfum sannarlega burði til að gera landið okkar að vettvangi notalegra lífskjara. Það er okkar að skapa okkur þau lífskjör. VERSLUNARTÍÐINDI 4 L ‘5 4 5 4 • M|’1

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.