Verzlunartíðindi - 01.02.1990, Blaðsíða 18

Verzlunartíðindi - 01.02.1990, Blaðsíða 18
KRÓKHÁLSI6 SÍMI67 1900 TELEFAX 671901 P.O.BOX 10280 110 REYKJAVIK Við viljum kynna fyrir þér, að Plastos framleiðir allar gerðir stimpla. Til þess að auðvelda pantanir höfum við útbúið pöntunarblaðið hér að neðan, sem hægt er að senda okkur í faxi (no. 671901) eða pósti. Þú merkir við þá gerð stimpils sem þú vilt fá og vélritar (skrifar í blokkskrift) í textareitinn, það sem á að standa á stimplinum. Sé um endumýjun á eldri stimpli að ræða er nóg að stimpla með honum í textareitinn. Þú merkir við hve marga stimpla þú vilt fá og í hvaða stærð. Sért þú ekki viss um stærðina þá veljum við þá stærð sem okkur finnst fara best. Allar nánari upplýsingar gefa sölumenn okkar í síma 671900 Virðingarfyllst f.h. Plastos þvf. Hreinn Pálsson A B C PÖNTUN Á STIMPLUM A eru SNÚNINGSSTIMPLAR, sem flestir kannast við en þessir stimplar em þannig að blekpúði er í handfanginu.þeir em mjög góðir fyrir þá sem eru mikið á ferðinni, því að þeir fara vel í vasa og skjalatösku og ekki hætta á að blek smitist út frá þeim. Stærðir eru: A1 = 26x10, A2 = 38x14, A3 = 47x17, A4 = 60x23, A5 = 64x37 mm. B eru GÚMMÍSTIMPLAR, af eldri gerð, þetta eru þeir stimplar sem voru hér áður fyrr með tréskafti. Þessum stimplum þarf að þrýsta á blekpúða áður en stimplað er með þeim. Við framleiðum að sjálfsögðu líka þessa stimpla en þeir eru með plastskafti. Stærðir eru: B1 = 32x10, B2 = 32x15, B3 = 35x20, B4 = 52x10, B5 = 52x15, B6 = 55x20, B7 = 35x25, B8 = 55x25 mm. C eru PLASTOS SJÁLBLEKANDI STIMPLAR, sem eru nýjung, en þeir eru þannig að blek er í þeim og hægt er að stimpla allt að 10,000 sinnum án þess að fylla á þá. Þessir stimplar eru mjög skýrir og þægilegir þar sem ekki þarf að nota blekpúða. C1 = 40x20, C2 = 55x35, C3 = 65x25, C4 = 75x50, C5 = 90x25 og C6 = 90x70 mm. D er STIMPILPENNI sem er hvorttveggja í senn vandaður penni og stimpill sem ekkert fer fyrir og gott er að grípa til. Við bjóðum: D1 = silfur, D2 = gull, D3 = svartur. TEXTI SKRIFIST í PRENTSTÖFUM Undirritaður pantar eftirfarandi stimpla fyrir: stk. gerð stærð stk. gerð stærð stk. gerð stærð stk. gerð stærð stk. gerð stærð NAFN HEIMILI I I Verðursótt Q Póstkrafa I I Boðsendist Q Póstsendist Reykjavík þann______ SÍMI 1990 ATH. VIÐ BÚUM TIL VSK STIMPLANA MEÐMJÖG STUTTUM FYRIRVARA! Undirskrift

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.