Verzlunartíðindi - 01.02.1990, Blaðsíða 6

Verzlunartíðindi - 01.02.1990, Blaðsíða 6
NORMTAL — leiðarvísir sem er íslenskum kaupmönnum ekki síður mikilvægur en starfsbræðrum þeirra í öðrum löndum — eftir Hrein Sumarliðason, erindreka Kaupmannasamtakanna þeirra ioftvog sýni „ágætt veð- Eins og við er að búast eru afgerandi sveiflur í þjóðfélaginu, sem m.a. birtast í breytilegum kaupmætti þeirra tekna sem fólkið hefur yfir að ráða hverju sinni. Þessar sveiflur eiga sínar skýr- ingar, t.d. í mismunandi aflabrögðum, veðurfari, breyttum markaðsað- stæðum, skattastefnu rík- isins, gengismálum og að sjálfsögðu mörgu fleiru. Samt er það svo að öllum hlýtur að vera Ijóst að það er fleira en ytri aðstæður sem ráða afkomu og árangri manna í rekstri fyrirtækja. Innra skipulag ásamt sívak- andi auga fyrir því sem betur má fara, vegur þar afar þungt. Við hvað á þá að miða, þegar spurt er hvernig reksturinn gangi? Hér kem ég að því sem ég tel verulega þýðingarmikið, nefni- lega því að vinnsla og útgáfa á meðaltölum (Normtölum) úr rekstri verslana verði árviss þáttur í starfi Kaupmannasam- takanna. Með því móti fær hver ein- stakur kaupmaður betri mögu- leika á því að meta kerfisbund- ið sinn eiginn rekstur í saman- burði við aðra kaupmenn og jafnframt á það að geta orðið hvatning til þess að ná jafngóð- um árangri eða betri en sam- keppnisaðilarnir. Auðvitað eru þetta ekki ný sannindi sem hér er drepið á. Meðal þeirra sem ritað hafa um þetta mál var Gústaf heitinn Kristjánsson, kaupmaður. Árið 1960 skrifaði hann í Verzlunar- tíðindi og sagði m.a.: „Ég ætla mér að minnast á eitt mál, sem ég álít bráðnauð- synlegt og aðkallandi að kom- ist I framkvæmd. Það er hlut- laus skýrslugerð um afkomu „meðalbúðarinnar“ á íslandi. Ég hef lítillega minnst á þetta áður, en mér finnst málið það mikilvægt að ég get ekki látið hjá líða að árétta það nú, til þess að vekja menn til skiln- ings á mikilvægi þess. Á Norðurlöndum (að minnsta kosti í Danmörku og Noregi) gefa kaupmannasam- tökin árlega eða annað hvortár út bók, sem þau kalla NORM- TAL. Þessi bók inniheldur mjög ítarlegar skýrslur og línurit- settar fram á mjög skýran og skemmtilegan hátt - um rekstur og afkomu meðalbúðarinnar í þessum löndum. Til þess að gefa mönnum nokkra hugmynd um efni bók- arinnar ætla ég að endursegja hér einn kafla úr einni af þess- um bókum, sem heitir„Hvað er Normtal?“ Við getum staðhæft að meðaltala er ekki óskatala. Meðaltala er, eins og nafnið bendir til, fengin með rannsókn á fjölda reksturs- og efnahags- reikninga, sem gefa ágætan þverskurð af rekstri meðalbúð- arinnar í dag. Við getum hugs- að okkur meðaltöluna sem loft- vog sem stendur á „breytilegt veður", en ekki má gleyma því að loftvogin getur stundum fall- ið og það mjög ört, og þá sýnir hún „vont veður". Allir kaup- menn ættu að keppa að því að þeirra verslun sýni betri áran- gur en „meðaltal", eða að ur“. Og síðar í sömu grein segir Gústaf: „Það gefur auga leið hvílíkur styrktur okkur væri að því að hafa svona skýrslu tiltæka, til þess að leggja fram í þeim átökum sem við höfum staðið í og stöndum í. Bændastéttin og útvegsmannastéttin hafa skýrslur um „meðalbú" og „meðalbát“. Það hafa líka fleiri rætt um þetta á þeim nær 30 árum sem liðin eru síðan þessi tilvitnuðu orð voru skrif- uð, þótt þeirra sé ekki getið hér. Á árunum 1984-1986 gerði Helgi Baldursson viðskipta- fræðingur að tilhlutan Kaupa- mannasamtakanna og Félags matvörukaupmnna, mjög virð- ingarverða tilraun til þess að láta drauminn um reglulegar meðaltölur úr matvöruverslun- inni verða að veruleika. Þar var unnið mikið brautryðjenda- og framfaraverk, og á Helgi þakkir skyldarfyrir. Eneinhverrahluta vegna hefur ekki orðið fram- hald á. Úr því þyrfti að bæta hið snarasta, taka upp þráðinn þar sem frá var horfið og auka við og endurbæta. Allt sem sagt var í tilvitnuðum orðum Gústafs heitins hér að framan er í fullu gildi, en þrátt fyrir á margan hátt breyttar að- stæður. Óskin um „frjálsa" verslun hefur m.a. fært mönnum svo skefjalausa samkeppni að tæpast munu allir komast heilir frá þeim hildarleik. Eitt af þýð- ingarmestu atriðunum fyrir hvern kaupmann er því að geta með aðstoð vandaðs meðal- tals metið og valið skynsam- lega stefnu fyrir sitt fyrirtæki. Hér kemur sýnishorn af því sem Helgi Baldursson fann út á sínum tíma varðandi reksturinn árið 1986: Launakostnaður 8.56% af veltu Umbúðakostn. 0.74% “ “ Auglýsingakostn. 0.45% “ “ Vextir 1.85%““ Árssala pr. starfs- mann 5.7 milljónir Og i flokkun vörusölu: MS-vörur 12.13% af veltu Ostar 5.01%““ Tóbak 5.54% “ “ í normtali „Den Frie Köb- mand“ í Danmörku sjáum við m.a. að normtalið 1988 er unn- ið úr reikningum 350 kaup- manna, sem samtals seldu fyrir 4,5 milljarða danskra króna að frádregnum virðisaukaskatti. Þeir flokka sínar verslanir í þrjá flokka, þ.e. meðaltal fyrir: Landsbyggðarverslanir Verslanir í höfuðborginni Meðaltal allra á landsvísu. Síðan skipta þeir hverjum þessara þriggja flokka í fimm undirflokka eftir umsetningu hjá hverjum fyrir sig. Þ.e. velta sem er undir 2 millj. d.kr., velta sem er 2-3 milljónir d.kr., velta sem er 3-5 milljónir d.kr. velta sem er 5-7 milljónir d.kr. og loks verslanir með 7 milljónir d. kr og meira. Síðan finna þeir út nánast allt mögulegt svo sem brúttótekjur í hverjum flokki í %, nettótekjur, launakostnað, veltufjárhlutfall, sölu pr. fermetra, sölu pr. starfsmann og svona mætti lengi telja. Hér koma sýnishorn, sem gefa hugmynd um hvað lesa má út úr vel unnu normtali: VERSLUNARTÍÐINDI

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.