Verzlunartíðindi - 01.02.1990, Blaðsíða 20

Verzlunartíðindi - 01.02.1990, Blaðsíða 20
A Kopavogskaupmenn i jolaonnum fjöldi starfsfólks á þönum í búö- inni og viðskiptavinir biðu af- greiðslu misþolinmóðir. Hjá Vedu eru stöðugildin 4-5 yfir ár- ið, en fyrir jól þarf á viðbótar- kröftum að halda. Sigríður sagði að vinnan fyrir jól væri gífurlega mikil og erfið og nánast enga hvíld að fá. Þegar jólabókasölu og skiptum bóka linnti tæki síðan við sala á ýmsum skrifstofuvörum sem tekur kipp um áramótin. Sér virtist sem janúar og febrúar væru allgóðir bóksölumánuðir, en aðrir mánuðir en þessir tveir og desember daufir. Eftir ára- mótin kaupir fólk gjarnan bók- ina sem það óskaði eftir en fékk ekki í jólagjöf. Bækur væru annars mest keyptar til gjafa, en minna um það að fólk keypti góða bók til að gleðja sjálft sig. Veda selur auk bóka, talsvert af leikföngum og ritföngum, auk þess sem verslunin er með filmuframköllun fyrir Kodak. Bóksalar hafa þurft að kyngja samkeppni frá þeim sem síst skyldi, bókaútgefend- um. Sagði Sigríður það rétt að bóksölum þætti það ósann- gjarnt að þurfa að keppa við forlagsverslanir og farandsala, sem bókaforlögin gera út. Væri það í raun nauðsynlegt að bóksalar og útgefendur kæm- ust að samkomulagi um skipan málafyrirframtíðina. Samning- ar þessara aðila væru lausir um þessar mundir og vonandi kæmist heilbrigðari skipan á málin. Eitt af því sem komast þyrfti í samningana væri greiðslufrestur, sem tæki mið af stórauknum viðskiptum með greiðslukort. Venjan í dag er sú að bóka- verslun selur fyrstu 5 eintök bókar í umboðssölu. Næstu pöntun þarf yfirleitt að greiða eftir vikutíma, sem Sigríður sagði að væri allt of knappur tími. „Mér finnst gaman að vinna við verslun, er vön þessu frá því í bernsku, því mamma, Guðrún Sigurðarsdóttir, rak lengi sölut- urn við Reykjavíkurveginn í Hafnarfirði, og þar var ég snemma viðloðandi", sagði Sigríður. Hinsvegar sagði hún að gallinn við jólakauptíðina fyrir konu sem er kaupmaður væri sá að undirbúningur jóla- haldsins biði sífellt heima fyrir, og til að sinna því þyrfti auka- krafta, sem i yrði að virkja. Nidursuðuvörur Þegar vanda skal til veislu úrvalsframleiðsla úr 1. flokks hráefni íslensk ///// Ameríska Þökkum samstarfið á liðnu ári /^ryEUUM 1 » llSLENSKT! FÉLAG ÍSLENSKRA IÐNREKENDA Lakkrísreimar Stjöruurúllnr Lakkrísrör LakkrísruUur LAKKRÍSGERÐin ■ Dalshrauni 10 - S 53105 - Hafnarfirði ■■

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.