Verzlunartíðindi - 01.02.1990, Blaðsíða 17

Verzlunartíðindi - 01.02.1990, Blaðsíða 17
* y§y Kópavogskaupmenn í jólaönnum Jóhann í Borgarbúðinni KÓPAVOGSKAUPMAÐUR í MEIRA EN 30 ÁR — áður komu húsmæður með barna- vagna, - nú koma þær akandi á bílum JÓHANN - jólamánuðurinn er erfiður og gefur ekki eins mikið í aðra hönd og margir vilja álíta. Það var árið 1957, sem Jó- hann Kristjánsson hóf kaup- mennsku í litlu húsi við Urðar- braut í Kópavogi. Hann og kona hans, Hulda Klein, voru öllum hnútum kunnug í versl- unarrekstri. Jóhann hafði starf- að um 13 ára skeið í einni af verslunum tengdaföður síns, Jóhannesar Klein, sem rak um skeið þrjár kjötverslanir í Reykjavík. „Mig langaði að reka verslun á eigin reikning, keypti húsið á uppboði, það hafði verið versl- un þarna fyrir“, sagði Jóhann þegar við hittum hann að máli á dögunum. Jóhann settist að nánast í faðmi matvörurisa þeirra daga, Kron, sem var á næsta horni með verslun. Margt hefur breyst til hins betra frá því Jóhann hóf rekstur Borgarbúðarinnar. Gamla hús- ið sem var aðeins 80 fermetrar og þar af nýtt sem íbúð að hálfu, er nú horfið, en vandað og gott verslunarhús, ca. 400 fermetrar að stærð er risið á lóðinni. Götur Kópavogs þóttu illar yfirferðar árið 1957 og lengi þar á eftir, og um allan bæ var verið að byggja. En þetta hefur líka breyst. Bæjarbragurinn er allur annar og betri. Jóhann byrjaði aleinn, símalaus fyrstu 10 mánuðina, en Hulda sinnti fjórum börnum þeirra hjóna en gat hjálpað til fyrir helgar. „Ég held ég geti sagt að ég hafi gert það gott með mikilli vinnu“, segir Jóhann. Þó var samkeppnin mikil og matvöru- verslanir í vesturbæ Kópavogs voru einar átta talsins. Sam- keppnin fór þó vel fram að sögn Jóhanns. Hann segir að síðan þetta gerðist hafi miklar breyt- ingar orðið á verslun. M.a. það að í gamla daga komu hús- mæðurnar að versla á öllum tímum dags, og komu þá með barnavagna, í dag koma þær á bílum, og aðallega seinni part dags eftir að hafa lokið vinnu. Með tímanum skapaðist því þörf fyrir meiri bílastæði við búðirnar, en fyrir 30 árum höfðu þau ekki mikið að segja. Það hafði líka mikið að segja á þessum árum að fjarri því allar fjölskyldur höfðu ísskápa og því urðu húsmæður að kaupa inn oftar en þær gera í dag. Gamla verslunarhúsið var aðeins 40 fermetrar. Jóhann átti eftir að tífalda verslunar- rými Borgarbúðarinnar í tveim áföngum. Árið 1969 var byggð- ur fyrri áfanginn, en 10 árum síðar bættist sá síðari við. í gömlu búðinni voru viðskiptin þó lífleg og starfsfólk oft 4-5 auk sendisveins. Jóhann segir að sér lítist illa á ýmislegt í þeirri þróun sem nú á sér stað í matvöruverslun. Til dæmis nefndi hann þann ara- grúa af tilboðum sem dengt er yfir kaupmenn af framleiðend- um og heildsölum. Þegar búið er að verðmerkja vöruna skell- ur á tilboð og aftur þarf að fara að verðmerkja. Þessi tilboð yrðu til þess að auka vinnuna og koma rugli á bókhaldið. Af- greiðslutíminn væri annað rugl- ið, sérstaklega í Kópavogi. Sjálfur hefði hann reynt þetta með því að hafa opið á sunnu- dögum frá 9-13. „Ég hætti þessu, enda er það ekki þess virði, ég held að flestir kaup- menn komist að raun um það fljótlega. Mínir viðskiptavinir vita hvenær opið er og eru löngu búnir að stilla sig inn á það“, sagði Jóhann. En hvernig var jólaverslun- in? „Ég vil nú helst horfa sem mest framhjá desembermán- uði, vil allt eins að nóvember og janúar séu góðir mánuðir, sem og allir hinir mánuðirnir. Mér finnstjólamánuðurinn alltaf erf- iður, en að hann gefi ekki í aðra hönd eins og margir vilja nú halda, enda hlýtur því að vera takmörk sett hvað fólk borðar, jafnvel á stórhátíðum". Jóhann tekur annars daginn snemma alla daga, - upp klukk- an 6 til að „skoða Moggann, síðan í búðina kl. 7 og opnar kl.8 ásamt einum starfsmanni. Þá koma strax viðskiptavinir, auk þess sem vörumóttaka hefst. Jóhann heldur þeim gamla sið að loka búðinni frá 12.30 til 14, heldur fast í sam- komulag sem gert var við VR á sínum tíma en fæstir halda í dag. Síðan er opið til 18.30 mánudaga til fimmtudaga, en á föstudögum til 21, en á laugar- dögum frá 8 til 13. í Borgarbúðinni hefur verið starfrækt stórt happdrættaum- boð um árabil. Viðskiptavinir hafa oftar en einu sinni sent kaupmanninum hlýjar hugsan- ir, þegar vinningur kom á miða þeirra, sem þeir höfðu gleymt að endurnýja. Jóhann og Hulda höfðu þá séð um að end- urnýja, og vinningurinn var í höfn. ÁSGEIR EIRÍKSSON KLETTUM, GNÚÞVERJAHREPPI 801 SELFOSSI - SfMI 99-6053 SÖLUMAÐUR JÓN MAGNÚSSON BARÓNSTÍG 24 - SÍMI 91-21194 101 REYKJAVfK 17

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.